Valdimar Ólafsson vallarstjóri á Vivaldivellinum er næstur í starfsmannakynningu Gróttu.
Gælunafn: Valdi, spaugsamir segja stundum Vi-Valdi.
Fyrri störf: Vann í Hagkaup Nesinu í yfir 20 ár, einnig var ég á fraktara hjá Hafskip í 12 ár.
Hve lengi starfað hjá Gróttu: Ég hóf störf hjá Gróttu í september 2016, rétt rúmlega fimm ár síðan.
Hvar ólstu upp: Uppalinn á Seltjarnanesinu. Var einn af strákunum sem voru í kringum Garðar Guðmundsson sumarið 1966 þegar félagið var stofnað.
Áhugamál: Fótbolti og hef gaman gera upp gamalt dót.
Stundaðir þú íþróttir: já, var í fótbolta og handbolta hjá Gróttu og einnig í körfubolta eina veturinn sem hann var stundaður hjá Gróttu.
Uppáhalds tónlistarmenn: John Lennon, Rolling Stones og David Bowie.
Bíómynd í uppáhaldi: Scarface (1983)
Uppáhalds matur: Nautalundir eins og ég geri þær.
Skilaboð til foreldra: Krakkarnir eru ekkert til vandræða, þau eru kurteis upp til hópa.