Íþróttafélagið Grótta veitti í byrjun ársins þrettán aðilum heiðursmerki sem hafa unnið gott starf fyrir félagið.
Þau eru: Kári Garðarsson sem fékk gullmerki Gróttu. Anna Sóley Jensdóttir og Ragnar Rafnsson sem fengu silfurmerki félagsins. Bronsmerki hlutu Bernódeus Sveinsson, Bjarni Geir Halldórsson, Bragi Björnsson,
Fjalar Sigurðarson, Guðrún Guðmundsdóttir, Hreinn Októ Karlsson, Kristinn Þorvaldsson,
Sigurbergur Steinsson, Þór Sigurðsson og Þóra Kristín Jónsdóttir
Til hamingju öll sömul og takk fyrir ómetanlegt starf fyrir Gróttu
Sumarstörf hjá Gróttu
Íþróttafélagið Grótta auglýsir til umsóknar eftirfarandi sumarstörf árið 2023 fyrir ungt fólk. Íþróttafélagið vill ráða einstaklinga 20 ára og eldri (fædd 2003 og eldri)
Halda áfram að lesaMaksim þjálfari ársins 2022
Maksim Akbachev var valinn þjálfari ársins 2022 hjá Gróttu á hófi sem var haldið um miðjan janúar mánuð.
Maksim er yfirþjálfari handboltadeildar og var aðstoðarþjálfari hjá mfl karla 2020-2022 auk þess að þjálfa yngri flokka, núna í vetur þjálfar hann 5fl. karla og 4fl. kvenna.
Tilnefndir sem þjálfarar ársins voru frá fimleikadeild Bjarni Geir H. Halldórsson og frá knattspyrnudeild Pétur Rögnvaldsson.
Þorrablót Gróttu myndaalbúm
Þorrablót Gróttu fór fram síðastliðið laugardagskvöld í íþróttahúsi Gróttu og var mikið fjör fram rauða nótt.
Hér er má finna myndir úr myndakassanum: https://fotoshare.co/e/TKYdHiRMAUlA6VnGuOGO1 Hlekkurinn virkar í 6 mánuði, við viljum því benda fólki á að sækja myndirnar og vista þær.
Hér kemur svo myndaalbúm sem okkar besti ljósmyndari Eyjólfur tók á kvöldinu: https://www.dropbox.com/sh/iahrlv2id0ssser/AABQWn6_-Aw9vAGMZbuD1aoEa?dl=0&fbclid=IwAR3AyxzE8A9K0ON0pOHmb_0i4WTnToxQz39JSag10T-ks7wq9S5eJWF34ko
Þorrablót Seltjarnarness – Vinningaskrá
Happdrættið á Þorrablóti Seltjarnarness var hið glæsilegasta og mörg fyrirtæki gáfu vinning.
Halda áfram að lesaAntoine Óskar íþróttamaður æskunnar 2022
Antoine Óskar Pantano handknattleiksmaður er íþróttamaður æskunnar 2022. Hann er lykilleikmaður og fyrirliði í 3.flokk félagsins sem og í ungmennaliðinu. Hann hefur leikið með meistaraflokknum í Olísdeildinni og lék sína fyrstu unglingalandsleiki með U16 síðasta sumar.
Halda áfram að lesaSara Björk íþróttakona æskunnar 2022
Sara Björk Arnarsdóttir knattspyrnukona er íþróttakona æskunnar 2022. Sara lék frábærlega með tveimur flokkum í sumar, þar sem hún var burðarás liðum bæði 3. og 4. flokks. Sara var á árinu valin í U-15 ára landslið Íslands og steig einnig sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins.
Halda áfram að lesaFreyja íþróttakona Gróttu 2022
Íþróttakona Gróttu 2022 var valin fimleikakonan Freyja Hannesdóttir á athöfn sem var haldin í Hátíðarsal Gróttu miðvikudaginn 11 janúar til að fagna íþróttaárinu 2022 hjá félaginu.
Halda áfram að lesaKjartan Kári íþróttamaður Gróttu 2022
Íþróttamaður Gróttu var valinn knattspyrnumaðurinn Kjartan Kári Halldórsson á athöfn sem var haldin í Hátíðarsal Gróttu miðvikudaginn 11 janúar til að fagna íþróttaárinu 2022 hjá Gróttu.
Halda áfram að lesaTilnefndar sem íþróttakona Gróttu 2022
Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörin við hátíðlega athöfn á morgun miðvikudag (11. janúar) kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.
Halda áfram að lesa