Æfingagjöld

Kæru foreldrar og forráðamenn

Við minnum á greiðslu æfingagjalda og hvetjum ykkur til að ganga frá skráningu iðkenda í gegnum Abler.

Æfingagjöldin eru forsenda þess að iðkandi gerist löglegur og geti tekið þátt í keppnum á vegum félagsins. Einnig eru þau lífæð félagsins í rekstri deilda.

Fyrirfram þakkir
#okkargrótta

Boltaskóli Gróttu

!!NÝTT!!

Knattspyrnu og handknattleiksdeildir Gróttu ætla að bjóða uppá Boltaskóla fyrir börn fædd 2022 á sunnudögum í vetur kl. 09:15.

Haustönn 21. september til 16.nóvember.

Skemmtilegt námskeið þar sem að við leggjum áherslu á að foreldri/forráðamaður og barn njóti gæðastundar saman í tímanum þar sem unnið er með leik og hreyfingu með bolta og önnur áhöld.

Námskeiðið er sett upp þannig að einn forráðamaður mætir með barninu í tímann og er með barninu í leik og starfi.

Skráning fer fram hér

Hlökkum til að sjá ykkur!

Hansína og Arndís María