HM í handbolta að hefjast

Á meðan HM stendur yfir hvetjum við allar stelpur og stráka að koma á handboltaæfingar hjá okkur í Gróttu þeim að kostnaðarlausu.

Þjálfararnir taka vel á móti öllum sem koma. Æfingatímana má sjá hérna: https://grotta.is/aefingatafla-handbolti/

Fyrsti leikur kvennalandsliðsins er í dag. Þær leika þrjá leiki í riðlakeppninni og eru leiktímarnir þessir:

Miðvikudagur 26.nóv
Ísland – Þýskaland kl. 17:00

Föstudagur 28.nóv
Ísland – Serbía kl. 19:30

Sunnudagur 30.nóv
Ísland – Úrúgvæ kl. 14:30

Áfram Grótta og áfram Ísland !