Gróttunámskeið í Fókusþjálfun

Grótta býður iðkendum sínum að taka þátt í spennandi námskeiði á vegum Fókusþjálfunar. Skemmtilegt námskeið þar sem farið er yfir liðkun, jafnvægi og snerpuæfingar. Einnig eru gerðar skemmtilegar boltaæfingar sem reyna á samhæfingu, athygli og víðsýni.

Námskeiðið verður í fjóra daga, mánudaginn 29.júlí til fimmtudagsins 1.ágúst. Námskeiðið fer fram í Hertz-höllinni.

Þjálfari námskeiðsins er Tinna Jökulsdóttir, eigandi Fókusþjálfunar, sjúkraþjálfari og fyrrum handboltakona. Hún er sjúkraþjálfari meistaraflokks kvenna í Stjörnunni og A-landsliðs kvenna í handbolta. Skráning fer fram á tinnaj@sjukrasport.is

Frekari upplýsingar um Fókusþjálfun má nálgast á instagram-síðunni https://www.instagram.com/fokusthjalfun