Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp sem tekur þátt í æfingum dagana 3. og 4. nóvember. Gróttumaðurinn Kjartan Kári Halldórsson er í hópnum. Æfingarnar fara fram á Víkingsvelli og eru liður í undirbúningi liðsins fyrir vináttuleik gegn Skotlandi 17. nóvember ytra. Á æfingunum verða aðeins leikmenn sem leika á Íslandi, en lokahópur fyrir leikinn gegn Skotlandi verður tilkynntur síðar. Til hamingju Kjartan!
Orri Steinn yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeildinni
Orri Steinn Óskarsson varð í gær yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeild Evrópu!
Orri Steinn er leikmaður FC Kaupmannahafnar og hefur fengið tækifæri með aðalliðinu undanfarið eftir að hafa brillerað með U17 og U19 ára liðum liðsins síðan hann samdi við FCK árið 2020. Orri hefur komið inná í fjórum leikjum í deild og var í byrjunarliði í danska bikarnum um daginn. Orri kom inn af varamannabekknum í Meistaradeildinni í gær en mótherjar FCK voru Sevilla sem höfðu betur gegn danska liðinu. Orri er fæddur árið 2004 og var 18 ára og 57 daga gamall þegar hann spilaði í gær. Orri bætti met Skagamannsins Arnórs Sigurðssonar, en Arnór var 19 ára og 127 daga gamall þegar hann lék fyrir CSKA Moskvu gegn Viktoria Plzen árið 2018.
Knattspyrnudeild Gróttu er gríðarlega hreykin af frammistöðu Orra Steins og óskar honum innilega til hamingju og áframhaldandi velgengni.
Arnfríður Auður valin í æfingahóp fyrir úrtaksæfingar U16 kvenna í október
Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið æfingahóp til að taka þátt í úrtaksæfingum dagana 24. – 26. október. Æft verður í Miðgarði, Garðabæ. Gróttukonan Arnfríður Auður Arnarsdóttir, betur þekkt sem Aufí, er í þessum hóp en Aufí er einungis 14 ára gömul. Til æfinga að þessu sinni eru valdir 32 leikmenn frá 16 félögum. Knattspyrnudeild Gróttu er gríðarlega hreykið af því að eiga fulltrúa í þessum hóp og óskar Aufí góðs gengis á æfingunum!