Þóra María í Gróttu

Þóra María Sigurjónsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Þóra María er 21 ára gamall leikstjórnandi og er öflugur varnarmaður. Hún kemur frá HK þar sem hún hefur leikið seinustu tvö tímabilin. Á nýafstöðnu tímabili skoraði hún 27 mörk með liðinu í Olísdeildinni. Áður en hún kom til HK lék Þóra María með Aftureldingu þar sem hún er uppalin. Hún hefur leikið með öllum yngri landsliðum HSÍ.

Það eru mikill fengur að Þóra María sé komin til Gróttu enda frábær leikmaður sem styrkir liðið mikið.

Frekari fréttir af leikmannamálum má vænta næstu daga.