Arnar Þór og Kristófer Orri komnir í 100 leikja klúbbinn

Gróttumenn tóku á móti HK í þriðju umferð Lengjudeildar karla þann 19. maí sl. Áður en leikurinn var flautaður á veitti Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness, þeim Arnari Þór Helgasyni og Kristófer Orra Péturssyni blómvendi í tilefni þess að þeir hafa spilað 100 leiki fyrir Gróttu. Arnar Þór var að spila sinn 106. leik fyrir Gróttu og Kristófer Orri þann 100. Gróttumenn sóttu sér þrjú stig í kvöld eftir hörkuleik við HK. Staðan var 0-0 í hálfleik en Grótta var mun beinskeyttara liðið í síðari hálfleik og uppskar eftir því. Leikurinn fór 2-0 fyrir heimamönnum en mörk Gróttu skoruðu Sigurbergur Áki Jörundsson og Kjartan Kári Halldórsson.

Knattspyrnudeild Gróttu fagnar því að Addi og Kristófer hafi náð þessum merka áfanga og hafa haldið góðri tryggð við klúbbinn. Megi þeir spila sem lengst!