Hannes Grimm framlengir

Línumaðurinn Hannes Grimm hefur framlengt samning sinn við Gróttu til ársins 2024. Hannes hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið með Gróttu til fjölda ára og á 114 leiki fyrir meistaraflokk félagsins.


Það eru frábær tíðindi að Hannes verði áfram í herbúðum félagsins enda lykilleikmaður liðsins bæði sóknarlega og varnarlega.

Þeir eru vandfundnir meiri Gróttumenn en Hannes Grimm. Hann hefur undanfarin fimm ár þjálfað yngri flokka félagsins við góðan orðstír.

„Það er mikill hugur í félaginu til næstu ára og Hannes mikilvægt í pússl í þeirri vegferð“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari liðsins við undirskrift samningsins.

Ofurhetjumót Miniso um helgina

Hið árlega ofurhetjumót Miniso verður haldið um helgina í fimleikahúsi Gróttu. Aldrei hafa fleiri þáttakendur tekið þátt í mótinu en alls sýna 430 keppendur frá átta félögum listir sínar og keppa í 3., 4., 5. og 6. þrepi íslenska fimleikastigans.
Félögin sem taka þátt auk Gróttu eru Gerpla, Björk, Ármann, Stjarnan, Keflavík, Fjölnir og Fylkir.

Opið er fyrir miðasölu á mótið inn á Tix.is https://tix.is/is/buyingflow/tickets/12807/

Ofurhetjur á fimleikamóti
Ofurhetjur á fimleikamóti