Gróttukonurnar Emelía Óskarsdóttir og Lilja Lív Margrétardóttir hafa verið valdar í hóp U16 ára landsliðsins sem æfir saman á Selfossi í júní. Æfingarnar fara fram dagana 21.-24. júní og eru liður í undirbúningi liðsins fyrir Norðurlandamótið sem fer fram í Danmörku 4.-13. júlí í sumar. Gangi ykkur vel stelpur 🇮🇸
Andri Helga gerir tveggja ára samning
Andri Þór Helgason hefur gert nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Andra Þór þarft vart að kynna fyrir Gróttufólki eða öðru handboltaáhugafólki en hann hefur verið einn albesti vinstri hornamaður Olísdeikdarinnar undanfarin ár. Andri er jafnframt fyrirliði Gróttuliðsins.
Halda áfram að lesa