Óliver Dagur og Valtýr Már framlengja við Gróttu

Óliver Dagur Thorlacius og Valtýr Már Michaelsson hafa framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Gróttu til tveggja ára. Valtýr og Óliver eru báðir uppaldir í Vesturbænum og stigu sín fyrstu skref með KR í Pepsi Max deildinni áður en þeir komu yfir í Gróttu árið 2018 þar sem þeir hafa verið síðan. Óliver Dagur er 22 ára miðjumaður sem hefur spilað 65 leiki fyrir Gróttu og skorað í þeim 20 mörk. Valtýr Már er 22 ára miðjumaður sem á að baki 39 leiki með Gróttu og hefur skorað í þeim 6 mörk.

Samningarnir við Óliver og Valtýr eru mikið fagnaðarefni fyrir knattspyrnudeild Gróttu og alla stuðningsmenn félagsins.