Um seinustu helgi fór fram UMSK-mót karla í Digranesi í Kópavogi. Grótta mætti þar HK, Stjörnunni og gestaliði Víkings. Það er skemmst frá því að segja að allir leikirnir unnust og stóðu okkar strákar þess vegna uppi sem sigurvegarar í þessu æfingamóti. Það var Finnur Ingi sem hóf bikarinn á loft í fjarveru Árna Benedikts sem meiddist í leiknum gegn HK á föstudeginum.
Halda áfram að lesa