Þór Sigurðsson, styrktarþjálfari Gróttu, ýtir úr vör heimaæfingamyndböndum í þessari þriðju bylgju Covid. Æfingarnar eru ætlaðar fyrir alla aldurshópa og er tilvalið fyrir foreldra að gera með börnum sínum.
Halda áfram að lesaHeimaæfingar og þátttökukeppni
Iðkendur í grunnhópum eiga hrós skilið fyrir þátttöku í heimaæfingum í samkomubanninu. Þann 4. maí voru 10 vinningshafar dregnir út í þátttökukeppni grunnhópa í heimaæfingum. Keppnin virkaði þannig að þegar iðkandinn kláraði heimaæfingu, skráði hann nafnið sitt í heimæfinga skjal hópsins þá fór nafnið hans í lukkupott. Því oftar sem iðkandinn tók þátt í heimaæfingu því líklegra var að hann yrði dreginn út. Keppnin byrjaði 14. apríl og stóð til 4. maí.