Árlega er haldin jólakortasamkeppni um gerð jólakort fyrir félagið þar sem viðfangsefnið er jólin og íþróttafélagið Grótta. Nemendur í 4. bekk Mýrarhúsaskóla fá að spreyta sig og eru verðlun veitt fyrir bestu myndina, auk þess sem hún mun skreyta jólakort félagsins.

Við viljum þakka skólastjórnendum í Mýrarhúsaskóla fyrir samstarfið í ár og þessi viðburður er orðinn hefð hjá félaginu.

Magnus Holm-Andersen átti teikninguna sem varð hlutskörpust og hún prýðir jólakort félagsins árið 2020. Auk þess voru veitt verðlaun fyrir 3 aðrar teikningar.

Hér að neðan má sjá sigurvegara fyrir Jólin 2019. Það var Tómas Rafn Arnarsson sem gerði þetta frábæra jólakort.