Fimleikadeild Gróttu var sett á laggirnar árið 1985 af Gunnari Lúðvíkssyni, Hildigunni Gunnarsdóttur, Guðrúnu B. Vilhjálmsdóttur, Guðrúnu Ínu Einarsdóttur og Láru Sveinbergsdóttur.

Í byrjun var áhersla lögð á yngri iðkendur, drengi og stúlkur á aldrinum sex til tíu ára. Fyrsta veturinn var fimleikadeildinni úthlutað 2 klukkustundum á viku í æfingar.

Annan starfsveturinn voru iðkendur orðnir 80 og æfingartímarnir 6 klukkustundir á viku. Fjöldi iðkenda óx jafnt og þétt og á þriðja starfsári var hann kominn yfir 100.

Á áttunda starfsári eignaðist fimleikadeildin sitt fyrsta landsliðsfólk og núna um 40 árum seinna er Grótta komin með eigið fimleikahús sem er með þeim allra glæsilegustu á landinu.

Félagið heldur áfram að vaxa og dafna og í dag býður Grótta upp á öflugt sarf fyrir stubba, grunnhópa, áhaldafimleika og hópfimleika. Iðkendur eru tæplega 800 og er aldursdreifing þeirra frá eins árs og uppúr og þjálfarateymið telur yfir 80 manns. 

Í dag státar Grótta af mörgum titlum í fimleikum og er með frábæran hóp innlendra og erlendra þjálfara í okkar röðum.

Formenn fimleikadeildarinnar Gróttu frá upphafi:

  • Hildigunnur Gunnarsdóttir
  • Guðrún Vilhjálmsdóttir
  • Margrét Einarsdóttir
  • Þuríður Halldórsdóttir
  • Margrét Einarsdóttir
  • Gunnar Lúðvíksson
  • Ingibjörg Ásgeirsdóttir 1995, 1996
  • Margrét Pétursdóttir
  • Jórunn Þóra Sigurðardóttir
  • Friðrika Harðardóttir
  • Ásta Sigvaldadóttir
  • Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir
  • Guðrún Edda Haraldsdóttir
  • Sigurður Örn Jónsson
  • María Björg Magnúsdóttir
  • Guðjón Rúnarsson
  • Tinna Molphy