Árlegur haust fundur fyrir þjálfara félagasins var haldin í gærkvöldi. Í byrjun fór íþróttastjóri félagsins yfir praktísk mál og skilaboð frá skrifstofunni.
Halda áfram að lesaCRAFT VEFVERSLUN
Nú er samstarfið okkar við hið sænska fatamerki Craft komin í fullan gang. Fimleika- og handboltadeild hafa lokið mátunardögum en það er ekki orðið klárt hvernig búningamálum verður háttað hjá knattspyrnudeild.
Ný vefverslun fyrri Craft hefur verið opnuð craftverslun.is og þar er að finna svæði tengt okkar vörum.
Lumar þú á ljósmyndum úr starfi Gróttu?
Undanfarið ár höfum við verið í átaki að leita uppi myndir úr starfi Gróttu í gegnum tíðina.
Hrafnhildur Thoroddsen sem kemur til okkar þrisvar í viku og hún hefur undanfarið ár skannað allar þær myndir sem hafa safnast saman hjá okkur á skrifstofu Gróttu.
Við viljum líka taka við stafrænum myndum sem við getum geymt í skýinu okkar.
Nánar upplýsingar gullijons@grotta.is
Við höfum reglulega sett inn gamlar Gróttumyndirí albúm á Facebook síðu okkar.
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.10159472844209874&vanity=97036674873
VERBÚÐARBALLIÐ var geggjað
Verbúðarballið fór fram með pompi og prakt síðasta laugardagskvöld. Mæting á ballið fór fram úr björtustu vonum, fólk skemmti sér stórvel og ballið fór fram án stóráfalla.
Einnig var virkilega gaman að sjá hve margir dressuðu sig upp í anda Verbúðarþáttanna og það sett sterkan svip á ballið.
Hljómsveitin Verbúðarbandið fór á kostum ásamt Selmu Björns og Stebba Hilmars, óvæntur leynigestur dúkkaði upp en það var nesbúinn Baddi í Jeff Who. Herbert Guðmundsson opnaði ballið um tíu leytið og okkar eini sanni Magnús Helgason sá um tónlistina milli atriða.
Takk fyrir komuna kæru ballgestir. Stefnan er að þetta verði árlegur viðburður.
Eyjólfur Garðarsson hirðljósmyndari Gróttu mætti með myndavélina og hér má sjá veglegt myndaalbúm frá ballinu. https://www.facebook.com/media/set/?set=a.500533768551730&type=3
Hér má sjá frétt í Smartlandi mbl.is https://www.mbl.is/smartland/samkvaemislifid/2022/09/12/allt_a_utopnu_a_verbudarballinu/
Allt að verða klárt fyrir Verbúðarballið
Í gærkvöldi eftir leik Gróttu og ÍR í Olísdeildinni hófst undirbúningur að gera íþróttahúsið klárt fyrir ball ársins. Mikið að sjálfboðaliðum leggja hönd á plóg og iðkenndur allra deilda hjálpa til að gera okkur kleift að halda svona stóran viðburð.
Við minnum öll partýin að byrja snemma, við viljum fá alla í húsið áður en Herbert Guðmundsson opnar kvöldið.
Dagskrá kvöldsins:
21:00 Húsið opnar
22:00 Herbert Guðmundsson
23:00-1:00 Verbúðarbandið ásamt Stebba Hilmars & Selmu Björns (+ leynigestur)
2:00 Húsið lokar
Enn eru til miðar á: https://tix.is/is/event/13489/verbu-arball/
Sjáumst hress á morgun
Minningarleikur Ása er í kvöld
Í kvöld fer fram minningarleikur Ása en þá mætast Grótta og U18 ára landslið kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:30 og fer fram í Íþróttahúsi Gróttu, Hertz-höllinni.
Allir handboltaunnendur og aðrir sem vilja minnast Ása eru hvattir til að mæta.
Aðangaseyrir er 1000 kr eða frjáls framlög.
Sjoppusala verður á staðnum og mun öll sjoppusala og aðgangseyrir renna í styrktarsjóð barna hans:
512-26-204040, kt. 700371-0779.
Ásmundur Einarsson var formaður Handknattleiksdeildar Gróttu. Hann vann mikið og gott starf allan sinn tíma í félaginu, fyrst í barna- og unglingaráði og síðan heimaleikjaráði og formennsku Handknattleiksdeildar. Ási var bráðkvaddur 24.júlí sl. langt fyrir aldur fram.
Tilboð á mat fyrir Verbúðarballið
Rauða Ljónið og Veislan verða með tilboð á pinnamat sem er tilvalið í fyrirpartýið og um leið styrkir þú íþróttafélagið. En Grótta mun fá hluta af hagnaði sem safnast við sölu á matnum.
Halda áfram að lesaHundahlaupið fór fram í gær
Alls tóku tæplega 100 hundaeigendur ásamt hundum sínum þátt í hundahlaupi UMFÍ og Non-stop dogwear sem fór fram síðdegis í gær. Íþróttafélagið Grótta tók þátt í framkvæmd hlaupsins sem fór mjög vel fram og var mikil ánægja með hvernig til tókst.
Í boði voru tvær hlaupaleiðir, 2 kílómetra og 5 kílómetra hlaup og var ræst út á túninu við smábátahöfnina, leiðin lá út Bakkagranda og sú lengri í kringum Bakkatjörn.
Hundahlaupið markar tímamót því þetta er fyrsta skiptið sem íþróttahreyfingin og hundaeigendur snúa bökum saman og standa að skemmtilegum viðburði.
Sjá fleiri myndir á https://www.facebook.com/grottasport
Minningarorð – Ásmundur Einarsson
Fallinn er frá einstakur Gróttumaður í blóma lífsins, Ásmundur Einarsson. Ási eins og hann var jafnan kallaður, var ákveðinn, glaðlyndur og heilsteyptur maður sem sinnti föðurhlutverkinu af stakri prýði. Það var því sjálfgefið hjá Ása að leggja Gróttu lið þegar yngsta dóttir hans kom til félagsins frá KR. Frá þeim degi átti félagið því láni að fagna að njóta starfskrafta hans. Alla tíð vildi hann veg félagsins sem mestan og lagði sitt að mörkum til þess. Fyrst með störfum í barna- og unglingaráði handknattleiksdeildar Gróttu, síðan sem fulltrúi í heimaleikjaráði meistaraflokks og nú síðustu misseri sem formaður handknattleiksdeildar Gróttu. Ási tók að sér þau störf sem þörf var fyrir hverju sinni og sinnti þeim af stakri samviskusemi og vandvirkni. Ekkert verkefni var of lítið eða of stórt fyrir Ása sem hoppaði í öll verk með bros á vör. Fyrir þessi óeigingjörn störf í þágu félagsins var Ási sæmdur bronsmerki Gróttu árið 2021.
Grótta saknar vinar í stað og harmar einstakan liðsmann. Mestur er þó missir fjölskyldu hans. Stjórn Gróttu færir þeim einlægar samúðarkveðjur, ekki síst Katrínu Önnu dóttur hans sem leikur með meistaraflokki félagsins, með djúpri þökk fyrir ómetanlegt starf Ása á liðnum árum.
Drulluhlaup Krónunnar
Drullu- og hindrunarhlaup Krónunnar er hluti af Íþróttaveislu UMFÍ og 100 ára afmæli UMSK.
Drulluskemmtilegt hlaup þar sem fjölskyldan vinnur saman að því að komast í mark í skítugasta hlaupi ársins í Mosfellsbæ.
HVAR: Íþróttamiðstöðinni Varmá Mosfellsbæ.
DAGSETNING: Laugardagur 13. ágúst 2022.
HVENÆR: Kl. 11:00 – 14:00.
HLAUPALEIÐ: Leiðin er samtals 3km og inniheldur 21 hindrun.
UPPHAF: Við Íþróttamiðstöðina Varmá.
ENDIR: Við Íþróttamiðstöðina Varmá.
UMSJÓN: Ungmennafélagið Afturelding, frjálsíþróttadeild ásamt UMSK.
SMELLTU HÉR TIL ÞESS AÐ SKRÁ Þig til leiks.
https://hlaup.is/vidburdir/drulluhlaup-kronunnar-13-08-2022/
FYRIR HVERJA ER VIÐBURÐURINN?
Viðburðurinn er fyrir alla fjölskylduna og eða einstaklinga þar sem tíminn skiptir ekki máli heldur að komast í gegnum allar hindranirnar á leiðinni. Áhersla er lögð á skemmtilega hreyfingu, gleði og samvinnu.
HVERNIG FER VIÐBURÐURINN FRAM?
Hlaupaleiðin er drulluskemmtileg og krefjandi en hringurinn er 3,5 km langur með fjölda hindrana sem þarf að yfirstíga. Fjölskyldur hlaupa saman og hjálpast að við að komast í gegnum hindranirnar eða leysa saman þrautirnar. Hlaupaleiðin er skemmtileg og krefjandi en þó eiga allir, 8 ára og eldri, að komast í gegnum hana með aðstoð foreldra og/eða forráðarmanna.
30 manna hópar verða ræstir út með 5 mínútna millibili frá kl. 11:00 – 14:00. Við skráningu fá þátttakendur úthlutaðum tíma. Rás- og endamark er staðsett við Íþróttahúsið við Varmá og þar mun ríkja partýstemning frá því að hlaupið hefst og þar til því er lokið. Þar verður hægt að hvetja keppendur áfram og njóta samverustundar með fjölskyldum og vinum.
HVAÐ KOSTAR AÐ TAKA ÞÁTT?
Þátttökugjald er 2.500kr. pr. þátttakanda í fjölskylduhlaupi. Hámark er 6.000kr. á fjölskyldu.