Afreksskóli Gróttu

Afreksskóli Gróttu er hafinn. Skólinn markar upphaf nýs keppnistímabils og því frábært samhliða hefðbundnum æfingum og áður en þær hefjast.

Skólinn er fyrir unglinga f. 2008-2011 og verður afrekshugsun höfð að leiðarljósi á æfingunum.

Æfingatímarnir eru 12:30-14:00 á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Þá viku sem frídagur verslunarmanna kemur upp á mánudegi verður sú æfing færð á föstudaginn 11.ágúst kl. 12:00-13:30.

Nánari upplýsingar: https://grotta.is/sumar-2023/
Skráning hérna: https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

Jón Ómar í Gróttu

Jón Ómar Gíslason hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Jón Ómar er fæddur árið 2000 og leikur aðallega sem skytta. Hann kemur frá Herði í Ísafirði þar sem hann er uppalinn. Undanfarin þrjú tímabilin hefur hann leikið alla leiki Harðar og verið með markahæstu mönnum. Í fyrra skoraði hann 80 mörk og var næstmarkahæsti leikmaður Ísfirðinga.

Koma Jóns Ómars styrkir raðirnar í Gróttu. Hann er kröftugur leikmaður og mun hjálpa liðinu mikið, bæði í vörn og sókn. „Við erum mjög ánægðir að fá Jón Ómar í Gróttu. Hann mun styrkja okkur mikið enda öflugur leikmaður á báðum endum vallarins“, sagði Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttuliðsins þegar samningar voru í höfn.

Velkominn í Gróttu, Jón Ómar !