Jólahandboltanámskeið Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu verður með jólahandboltanámskeið milli jóla og nýárs. Námskeiðið er opið öllum hvort sem viðkomandi er að æfa handbolta eða ekki. Leikmenn meistaraflokka félagsins munu þjálfa á námskeiðinu. Þátttakendur hafa því möguleika á að læra af þeim bestu í Gróttu. Námskeiðið fer fram 27. – 30.desember og er tvískipt:

7. og 8.flokkur (f. 2012-2015)
5. og 6.flokkur (f. 2008-2011)


Skráning er opin og fer fram í gegnum Sportabler. https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti


Áfram Grótta !