Arnfríður Auður í Hæfileikamótun KSÍ

Arnfríður Auður Arnarsdóttir er í hóp leikmanna sem hafa verið valdir til að taka þátt á æfingum í Hæfileikamótun stúlkna dagana 27.-29. október 2021.

Æfingarnar fara fram í Skessunni í Kaplakrika í Hafnarfirði og hafa hafa 64 stúlkur frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðar til æfinga.

Grótta er hreykið af því að eiga fulltrúa í þeim hóp og óskar Aufí góðs gengis á æfingunum!