Handboltaskóli og Afreksskóli Gróttu

Handboltaskóli Gróttu og Afreksskóli Gróttu hefjast eftir helgi, þriðjudaginn 3.ágúst. Þarna gefst krökkum og unglingum tækifæri á að taka forskot á sæluna og hefja handboltatímabilið af krafti.

HANDBOLTASKÓLINN
* kl. 09:00-12:00 og fyrir krakka f. 2010-2015
* alla virka daga* boðið upp á gæslu frá kl. 08:00 og til 13:00
* skipt upp í þrjá hópa eftir aldri

AFREKSSKÓLINN
* kl. 12:30-14:00 og fyrir krakka f. 2006-2009
* mánudagar, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga
* skipt upp í tvo hópa eftir aldri

Frábærir þjálfarar verða að leiðbeina krökkunum
– Andri Sigfússon
– Arnar Daði Arnarsson
– Ari Pétur Eiríksson
– Edda Steingrímsdóttir
– Hannes Grimm
– Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir
– Lovísa Thompson
– Maksim Akbachev
– Patrekur Pétursson

Skráning fer fram í Sportabler. Ef einhverjar spurningar vakna, hafið þá samband við yfirþjálfara Gróttu, maksim@grotta.is eða handbolti@grotta.is

Áfram Grótta !