Aðalfundir deilda og ráða Íþróttafélagsins Gróttu fóru fram fimmtudaginn 29. apríl síðastliðinn og að þessu sinni voru fundirnir rafrænir vegna Covid ástandsins. Sigrún Edda Jónsdóttir hélt um fundarstjórnina en fundurinn hófst með skýrslu Braga Björnssonar, formanns aðalstjórnar og í kjölfarið komu formenn deilda og ráða í pontu og fóru yfir starfið á árinu 2020. Því næst var farið yfir rekstrarniðurstöður ársins en reksturinn gekk afar vel á árinu og hefur rekstur félagsins almennt verið í góðu jafnvægi á árinu 2020.
Fjalar Sigurðsson hélt utan um tæknistjórnina og sá til þess að rafræni fundurinn gekk án áfalla. Gefin var út glæsileg árskýrsla fyrir síðasta ár: https://issuu.com/niels…/docs/_rssk_rsla_gr_dttu2020_ok_web
Eldri ársreikninga er að finna hér.