Grímur og Kjartan á úrtaksæfingar U18 ára landsliðsins

Þeir Grímur Ingi Jakobsson og Kjartan Kári Halldórsson hafa verið valdir af Ólafi Inga Skúlasyni, landsliðsþjálfara U18 karla, til að taka þátt í úrtaksæfingum 1.-3. febrúar. Grímur og Kjartan eru báðir fæddir árið 2003 og eiga hvor sex leiki að baki með meistaraflokki Gróttu.
Til hamingju strákar og gangi ykkur vel!