Knattspyrnudeildin semur við Arnþór Pál

Nú á dögunum var gengið frá leikmannasamningi við Arnþór Pál Hafsteinsson til næstu tveggja ára. Arnþór Páll er fæddur árið 2002 og er uppalinn hjá Gróttu. Ásamt því að spila með 2. flokki félagsins hefur hann einnig verið að spila með Kríu. Arnþór er gríðarlega efnilegur leikmaður og einn af framtíðarmönnum félagsins. Knattspyrnudeildin er því mjög ánægð með að Arnþór hafi skrifað undir samning við uppeldisfélagið sitt. Það verður spennandi að sjá hann vaxa og þroskast á næstu misserum.