Gróttukonan Rakel Lóa Brynjarsdóttir er í hóp U16 ára kvennalandsliðsins sem æfði saman 29.-31. janúar undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar. Rakel er á á sextánda ári og því á eldra ári í 3. flokki en æfir alfarið með meistaraflokki Gróttu. Rakel er mjög efnileg knattspyrnukona sem er búin að stimpla sig vel inn í meistaraflokkinn.