Markmið

Með þessum reglum er ætlunin að samræma og marka stefnu um það hvernig staðið skal að fjáröflunum í nafni félagsins.

Reglur

Aðalstjórn og/eða fulltrúar hennar veita leyfi fyrir öllum þeim fjáröflunum sem fara fram í nafni félagsins. Leita skal til skrifstofu Gróttu með upplýsingar um eðli fjáröflunar, tímalínu, tilefni fjáröflunar, hver er ábyrgðaraðili, hvernig ágóða er skipt, tímalínu o.fl. Er það gert á þar til gerðu eyðublaði sem fyllt er út og birtist það þá hjá skrifstofu félagsins. Í kjölfarið er málið tekið til skoðunar og aðilum kynnt niðurstaða. Gera má ráð fyrir 2-3 virkum dögum til afgreiðslu mála.

Allir sem afla fjár til starfsemi Íþróttafélagsins Gróttu, deilda þess, unglingaráða eða hópa/flokka skulu við fjáraflanir vera merktir félaginu og gefa upplýsingar fyrir hvern og til hvaða verkefnis fjársins er aflað.

Einstaklingur sem safnað hefur fé sem sérstaklega er merkt honum hættir við þátttöku í ferð/viðburði af óviðráðanlegum sökum á ekki rétt á að fá endurgreitt þeim fjármunum sem safnað er fyrir. Í slíkum tilvikum rennur féð sem merkt var viðkomandi einstaklingi í sameiginlegan sjóð.

Ef fé hefur verið lagt inn í verkefnið án söfnunar vegna einstaklingsins á viðkomandi rétt á endurgreiðslu.

Eyðublað til útfyllingar er í afgreiðslu skrifstofu Gróttu en einnig er hægt að fylla út eftirfarandi form hér.