Afrekssjóður Gróttu

Íþróttafélagið Grótta var stofnað árið 1967 og hefur frá þeim tíma verið leiðandi í íþróttastarfi á Seltjarnarnesi. Félagið hefur áratugum saman byggt upp öflugt starf í knattspyrnu, handbolta og fimleikum. Félagið gegnir mikilvægu hlutverki í forvarnarstafi og eflingu heilbrigðs lífstíls fyrir alla aldurshópa á Seltjarnarnesi.
Til að tryggja áframhaldandi vöxt og þróun félagsins hefur verið stofnaður Afrekssjóður Gróttu. Markmið sjóðsins er að styðja við metnaðarfullt starf félagsins til framtíðar og veita ný tækifæri til uppbyggingar. Með sjóðnum viljum við leggja grunn að sterkari Gróttu og skapa varanlegan fjárhagslegan stöðugleika.

Stuðningur þinn skiptir máli

Hægt er að styrkja Afrekssjóð Gróttu með eingreiðslum eða mánaðarlegum stuðningsgreiðslum.

Leggðu þitt af mörkum til að tryggja framtíð Gróttu!

Reikningsupplýsingar:
Reikningur: 0512-26-202252
Kennitala: 700371-0779

Frekari upplýsingar veita:

Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Gróttu, sími: 561-1135, netfang: [email protected]
Hrafnhildur Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri Gróttu, sími: 561-1136, netfang: [email protected]
Þinn stuðningur er mikilvægur til að halda áfram að byggja upp sterkt og öflugt íþróttafélag fyrir næstu kynslóðir.
Takk fyrir að leggja framtíð Gróttu lið!

Styrkja Gróttu

Þú verður að fylla út reiti sem eru merktir með *