Skip to content

Gróttu treyja

Forsala er hafin á „Gróttutreyjunni 2023“.

Meistaraflokkar Gróttu hófu leik í Lengjudeildinni í byrjun maí og frumsýndu þar glæsilegan nýjan búning sem liðin leika í á þessu tímabili. Seltirningurinn og grafíski hönnuðurinn Elsa Nielsen hannaði treyjuna fyrir Gróttu sem er framleidd af Craft.

Knattspyrnudeild Gróttu vill bjóða stuðningsmönnum félagsins að næla sér í treyju fyrir sumarið og er hægt að forpanta treyju! Treyjan kostar 9.900 kr. og kemur í stærðum:

  • 122/128
  • 134/140
  • 146/152
  • 158/164
  • XS-XXL

Athugið að treyjurnar koma í unisex sniði.

Ekki missa af þessari geggjuðu treyju!

ATH! Afhending á treyjunum verður í júlí.

9.900 kr. m. VSK

Hreinsa