ÆFINGAGJÖLD 2024-2025
KNATTSPYRNUDEILD GRÓTTU
Í boði er fyrir nýja iðkendur að prófa æfingar í knattspyrnudeild í eina viku áður en iðkendur eru skráðir. Láta þarf yfirþjálfara knattspyrnudeildar vita á tölvupóstfangið paul@grotta.is ef iðkendur vilja nýta sér þetta.
Ef iðkandi hættir þarf að láta skrifstofu vita með því að senda póst á tölvupóstfangið grotta@grotta.is eða í síma 561-1136 og uppsögn tekur gildi frá og með næstu mánaðarmótum. Vinsamlegast athugið að það er á ábyrgð foreldra/forráðamanna að láta vita til að stoppa greiðslur.
NIÐURGREIÐSLUR
Systkinaafsláttur:
Innan knattspyrnudeildar er veittur 10% systkinaafsláttur. Vinsamlegast athugið að ekki er veittur systkinaafsláttur af sérstökum námskeiðum einungis af æfingagjöldunum.
Systkinaafsláttur:
Innan knattspyrnudeildar er veittur 10% systkinaafsláttur. Vinsamlegast athugið að ekki er veittur systkinaafsláttur af sérstökum námskeiðum einungis af æfingagjöldunum.
Frístundastyrkur:
Ath. að Seltjarnarnesbær veitir frístundastyrk til barna á Seltjarnarnesi og Reykjarvíkurborg til barna í Reykjavík. Það eru foreldrar sem fá hann til ráðstöfunar og það er á ábyrgð foreldra að fylgjast með því hvort hann sé nýttur eða ekki.
Foreldrar/forráðamenn þurfa að ganga frá greiðslum æfingagjalda í gegnum ‘Abler’. Til að nýta niðurgreiðslu þurfa Seltirningar að fara inn í kerfið í gegnum „Mínar síður“ á seltjarnarnes.is en íbúar úr öðrum sveitarfélögum geta hakað í „nýta frístundastyrk“ í gegnum Abler.
ATH! Ráðstöfun frístundastyrks er endanleg. Ekki er hægt að endurgreiða eða bakfæra styrk ef foreldri/ forráðafólk hefur ráðstafað styrk til félags á grundvelli Frístundakortsins.
Ath. að Seltjarnarnesbær veitir frístundastyrk til barna á Seltjarnarnesi og Reykjarvíkurborg til barna í Reykjavík. Það eru foreldrar sem fá hann til ráðstöfunar og það er á ábyrgð foreldra að fylgjast með því hvort hann sé nýttur eða ekki.
Foreldrar/forráðamenn þurfa að ganga frá greiðslum æfingagjalda í gegnum ‘Abler’. Til að nýta niðurgreiðslu þurfa Seltirningar að fara inn í kerfið í gegnum „Mínar síður“ á seltjarnarnes.is en íbúar úr öðrum sveitarfélögum geta hakað í „nýta frístundastyrk“ í gegnum Abler.
ATH! Ráðstöfun frístundastyrks er endanleg. Ekki er hægt að endurgreiða eða bakfæra styrk ef foreldri/ forráðafólk hefur ráðstafað styrk til félags á grundvelli Frístundakortsins.
ANNAÐ
Vilji greiðandi koma athugasemdum á framfæri um æfingagjöld, t.d. véfengja upphæð gjaldanna eða tilvist, sendið þá fyrirspurn á grotta@grotta.is eða hafið samband við skrifstofu á auglýstum skrifstofutíma í síma 561-1136. Ekki ganga frá greiðslum fyrr en búið er að leysa úr ágreinings/vafamálum.