Skip to content

FIMLEIKADEILD GRÓTTU

REGLUR Í FIMLEIKASAL

  1. Iðkendur skulu mættir á æfingu á réttum tíma.
  2. Útiskó skal setja upp í skógeymslu og föt skulu hengd upp á snaga í búningsklefum.
  3. Engin ábyrgð er tekin á verðmætum, skóm eða fötum. Við mælum eindregið með að merkja fatnað með nafni og símanúmeri.
  4. Stranglega bannað er að fara með drykki eða matvöru, inn í íþróttasal og búningsklefa.
  5. Ganga skal snyrtilega um búningsklefa og matarafgöngum og rusli hent í ruslatunnur.
  6. Að loknum æfingum yfirgefa iðkendur salinn.
  7. Öll læti, átök eða hrindingar í búnings- og baðklefum eru stranglega bannaðar. Bera skal virðingu fyrir starfsmönnum og iðkendum Gróttu.
  8. Enginn hópur má fara inn í fimleikasal fyrr en þjálfari sækir hópinn í búningsklefann.
  9. Á fimleikaæfingu skal klæðast þar til gerðum fimleikafatnaði og sítt hár bundið í teygju.
  10. Bera skal virðingu fyrir öllum íþróttaáhöldum í fimleikasalnum. Í lok hvers æfingatíma skal þjálfari sjá um að iðkendur gangi snyrtilega frá öllum áhöldum og dýnum á sama stað og þau voru tekin.
  11. Öll meðferð gleríláta í búningsklefum og fimleikasal er stranglega bönnuð.
  12. Iðkendur skulu hlýða tilmælum alls starfsfólks Gróttu.

REGLUR ÞJÁLFARA

  1. Þjálfarar Gróttu sýna hver öðrum, iðkendum sínum og foreldrum/forráðamönnum virðingu
  2. Þjálfarar Gróttu mæta snyrtilega til fara, í viðeigandi íþróttafatnaði. Notkun farsíma í salnum er bönnuð. Sítt hár er í teygju á meðan þjálfun á sér stað.
  3. Þjálfara Gróttu mæta tíu mínútum fyrir æfingatímann. Þannig erum við tilbúin þegar æfingin hefst. Iðkendur eru sóttir inn í klefa þegar tíminn byrjar, ekki þegar tíminn á að vera byrjaður. Sýnum ábyrgð, verum til fyrirmyndar.
  4. Þjálfarar Gróttu sitja ekki á meðan kennslu stendur.
  5. Frjáls leiktími er ekki í boði en hægt er að leyfa iðkendum að leika sér ef það er gert með skipulögðum hætti.
  6. Þjálfarar Gróttu leysa ágreining sem upp kann að koma fyrir utan salinn, ekki inn í sal fyrir framan iðkendurna.
  7. Þjálfarar Gróttu tileinka sér kurteisi, jafnvel þegar hún er ekki endurgoldin.
  8. Í lok hvers æfingatíma skal þjálfari sjá um að iðkendur gangi snyrtilega frá öllum áhöldum og dýnum á sama stað og þau voru tekin.
  9. Ef upp koma erfið mál sem við getum ekki leyst eða eigum ekki svar við vísum við á yfirþjálfara eða framkvæmdastjóra fimleikadeildarinnar