Skip to content

HUGARFARMYNDBÖN GRÓTTU

Í þessari seinni bylgju covid höfum leitað til að leita útfyrir boxið til að nálgast iðkenndur okkar. Ein af nýjunungum eru Hugarfarmyndbönd Gróttu.

Anna Lilja Björnsdóttir reið á vaðið þann 19 október þegar fyrsta myndband hennar kom í loftið og í kjölfarið komu 2 myndbönd til viðbótar. Hún talaði um leiðtoga, góða liðsfélaga og hvað skiptir máli varðandi vellíðan og velgegni.

Við höfum ákveðið að halda áfram og höfum samið við Kvan um að gera fjögur myndbönd til viðbótar. Jón Halldórsson og Anna Steinsen frá Kvan fjalla um sjálfstraust, hugrekki, styrkleikana og liðsheild í sínum myndböndum. 

Í þessu myndbandi fjallar Anna Steinsen um sjálfstraust. Allir íþróttamenn og konur þurfa á góðu sjálfstrausti að halda. Hvernig fáum við sjálfstraust, hvað gerum við þegar sjálfstraustið minnkar og hvernig getum við hjálpað liðfélögum okkar að auka sjálfstraust.

Jón Halldórsson fjallar um liðsheild. Sterk liðsheild er einn af lykilþáttum árangurs í hópíþróttum. Hvað býr til góða liðsheild ? Hvert er hlutverk hvers og eins í að skapa þessa liðsheild.

Það skiptir máli að vera góður liðsfélagi, bæði fyrir þig og liðið. Ef það eru tveir leikmenn að keppast um sæti í liði, báðir frábærir skotmenn, hraðir og góðir íþróttamenn en annar er alls ekki góður liðsfélagi. Hvorn heldur þú að þjálfarinn velji í liðið?

Með því að leggja þitt af mörkum inn í liðið, á hvaða hátt sem er, þá lyftir þú öllu liðinu upp. Þetta þarf ekki að vera mikið en einföldustu hlutir eins og að heilsa alltaf öllum á æfingum, passa að enginn sé útundan, hvetja áfram þegar vel gengur OG þegar illa gengur og sýna gott fordæmi á æfingum geta gert gæfumuninn. Skoðaðu hvað það er sem gerir þig að góðum liðsfélaga og hvernig þú getur bætt þann hluta hjá þér og gert enn betur!

Æfinguna sem Anna Lilja gerir í myndbandinu að ofan er tilvalin fyrir foreldra að gera með krökkunum sínum og ræða með þeim hvað getur einkennt góðan liðsfélaga.

Í þessu myndbandi fjallar Anna Steinsen um hugrekki. Hugrekki er einn af þessum þáttum sem að góður íþróttamaður/kona þarf að búa yfir. Hafa hugrekki til þess að segja sína skoðun, hugrekki til þess að þora að skjóta á markið, hugrekki til þess að segja hvernig manni líður og síðast en ekki síst hugrekki til þess að þora gera mistök.

Í þessu myndbandi fjallar Jón um styrkleikana. Það hefur mikil og jákvæð áhrif á einstaklinga þegar þeir ná því að koma auga á styrkleika sína og átta sig á því hvar styrkleikar þeirra nýtast.

Gott er að taka stöðuna á þeim þáttum lífsins sem að mestu máli skipta varðandi vellíðan og velgengni. Hér sýnir Anna Lilja eina aðferð til þess að meta stöðuna eins og hún er. Gott er að horfa á myndbandið í heild sinni og gera verkefnið eftir á með foreldri eða vini. Mikilvægt er að vera samkvæm/ur sjálfri/um sér og algjörlega heiðarlegur. Settu þér markmið um þá þætti sem þér finnst þú skora lægst í og fylgdu því eftir. Æfinguna sem Anna Lilja gerir í myndbandinu að ofan er tilvalin fyrir foreldra að gera með krökkunum ykkar og ræða með þeim hvað skiptir máli varðandi vellíðan og velgegni.

Ætla má að allir einstaklingar tilheyri og verði fyrir áhrifum af hópum á degi hverjum. Innan hópa eru oft leiðtogar sem geta haft áhrif á hlutskipti og upplifun annarra meðlima hópsins. Slíkt áhrifavald skapast þeim sem búa yfir ákveðnum auð innan hópsins, félagslegum, menningarlegum eða efnahagslegum. Auður einstaklings markar stöðu hans innan hópsins. Áhrif leiðtoga á aðra hópmeðlimi og hópinn sjálfan geta verið bæði jákvæð og neikvæð. Það er eftir því hvernig leiðtoga ferst að nota áhrifavald sitt.

Innan hópa geta verið margskonar leiðtogar en hér talar Anna um jákvæða leiðtoga (e. postitive leader) og neikvæða leiðtoga (e. negative leader). 

Í myndbandinu hér að ofan fjallar Anna Lilja um jákvæða og neikvæða leiðtoga. Við vonumst til að þið foreldrarnir ræðið umfangsefni myndbandsins með krökkunum ykkar.