Skip to content

VEISLUSALIR TIL LEIGU

Hátíðarsalur Gróttu

Hátíðarsalur Gróttu er rúmgóður og bjartur salur staðsettur í íþróttahúsi Gróttu. Hann er sérstaklega vel tilvalinn fyrir stærri viðburði, þar sem hann tekur allt að 120 manns í sæti og allt að 200 manns í standandi veislu. Með stórum gluggum og hárri lofthæð skapast mjög björt og hátíðleg stemming sem hentar viðburðum eins og fermingum, brúðkaupum, ættarmótum, afmælum, erfidrykkjum eða fyrir fundi eða námskeið.

Eiginleikar:

  • Allt að 120 manns í sæti og 200 manns í standandi veislu.
  • Lítið framreiðslueldhús.
  • Hljóðkerfi fyrir tal og tónlist.
  • Skjávarpi.
  • Salurinn er leigður út án veitinga.
HÁTÍÐARSALUR GRÓTTU
HÁTÍÐARSALUR GRÓTTU
HÁTÍÐARSALUR GRÓTTU

Vivaldisalurinn

Vivaldi salurinn er staðsettur í vallarhúsi knattspyrnudeildar Gróttu við Vivaldivöllinn og hentar einstaklega vel fyrir minni viðburði og veislur. Salurinn býður upp á frábært útsýni í suðurátt, með stórum gluggum sem ná frá gólfi og upp í loft. Salurinn tekur allt að 60 manns í sæti og allt að 90 manns ef veislan er standandi. 

Eiginleikar:

  • Allt að 60 manns í sætir og 90 manns í standandi veislu.
  • Lítið móttökueldhús.
  • Hljóðkerfi fyrir tal og tónlist.
  • Stórt sjónvarp.
  • Salurinn er leigður út án veitinga.
VIVALDI SALURINN
VIVALDI SALURINN
VIVALDI SALURINN
VIVALDI SALURINN
VIVALDI SALURINN
VIVALDI SALURINN

 Leiguskilmálar

Athugið að leigutakar verða að vera orðnir 20 ára gamlir til að leigja salinn. 

Veislugestir þurfa einnig almennt að vera orðnir 20 ára gamlir. 

Íþróttafélagið Grótta áskilur sér rétt til að aflýsa og loka veislum þar sem þessum reglum er ekki fylgt.

Bókanir og fyrirspurnir

Upplýsingar fyrir bókanir og lausa tíma gefur Hafdís í gegnum tölvupóst salur@grotta.is

Einnig er hægt að senda inn fyrirspurn með því að fylla út formið neðar á síðunni.

Leiga á íþróttasölum

Íþróttafélagið Grótta leigir út tvo íþróttasali sína til almennings eftir að dagskrá félagsins er lokið á virkum kvöldum og um helgar. Salirnir eru frábærir fyrir fótboltahópa en einnig fyrir aðrar íþróttir, s.s. körfubolta, badminton og blak. Nánari upplýsingar um leiguverð og lausa tíma fást á netfanginu grotta@grotta.is

FYRIRSPURN