Þjálfarafræðsla um samskipti við foreldra

Grótta hélt námskeið fyrir þjálfara félagsins 23. mars síðastliðinn um samskipti við foreldra. 
Sálfræðingurinn Hrund Þrándardóttir hélt námskeiðið sem tókst afar vel, það var góð mæting hjá þjálfurum sem gerðu góðan róm af námskeiðinu. 
Samvinna þjálfara og foreldra hefur mikilvæg áhrif m.a. á mætingu barna, þátttöku, líðan og  þrautseigju. Í fræðslunni var áhersla lögð á hvað þjálfarar geta gert til að byggja upp góð samskipti og gagnlega samvinnu við foreldra og hvernig hægt er að bregðast við erfiðum aðstæðum.  Áhersla var á virkni þjálfara á meðan fræðslu stendur til að þeir geti mátað efnið í sína vinnu og nýtt það eins og hægt er.