Kristófer Melsted framlengir hjá Gróttu

Kristófer Melsted hefur framlegt samning sinn við knattspyrnudeild Gróttu til tveggja ára. Kristófer er uppalinn Gróttumaður en hann á að baki 73 leiki fyrir Gróttu. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Gróttu árið 2016 og hefur síðustu ár verið einn lykilmanna liðsins en hann lék 16 leiki á síðasta tímabili í Pepsi Max deildinni.
Samningurinn er Gróttu sérstakt fagnaðarefni þar sem Kristófer er mikil fyrirmynd ungra íþróttamanna hjá félaginu, innan sem utan vallar.