Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Gróttu

Afhending verðlauna fyrir íþróttafólk Gróttu fyrir árið 2020 fór fram með öðru sniði í ár. Við tókum saman myndband þar sem er að finna samantekt á afhendingu verðlauna, myndum af merkjahöfum og kynningar frá Braga Björnssyni formanni Gróttu.

Pétur Theodór Árnason framlengir hjá Gróttu

Pétur Theódór Árnason hefur framlegt samning sinn við knattspyrnudeild Gróttu til tveggja ára. Pétur Theódór á að baki 119 leiki fyrir Gróttu þar sem hann hefur skorað 41 mark. Pétur spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið árið 2011 en hann hefur verið lykilmaður í liðinu síðustu ár. Í byrjun árs 2020 var Pétur valinn bæði íþróttamaður Gróttu og íþróttamaður Seltjarnaness ásamt því að hafa verið markahæsti leikmaður Gróttu sumarið 2019 þar sem hann skoraði 15 mörk í 22 leikjum í Inkasso-deild karla.

„Við erum himinlifandi með samkomulagið við Pétur, enda mikilvæg fyrirmynd í okkar starfi og frábær íþróttamaður. Við erum líka sannfærð um að hann haldi áfram að gleðja Seltirninga í framlínu Gróttuliðsins.
sagði Birgir Tjörvi Pétursson formaður knattspyrnudeildar Gróttu við undirritun samningsins,“