Skráning á vornámskeið í stubbafimi fyrir iðkendur fædda 2016 og 2017 er hafin inn á skráningarsíðunni grotta.felog.is.
Stubbafimi er ætluð yngstu iðkendum fimleikadeildar Gróttu. Áhersla er lögð á grundvallarhreyfigetu og líkamsvitund með fjölbreyttum æfingum. Markmiðið er að vekja áhuga á fimleikum, byggja upp góðan grunn fyrir áframhaldandi fimleikaiðkun, kenna jákvæðan aga og reglur sem gilda í salnum.
Fyrsti stubbatími vorannar verður laugardaginn 9. janúar og sá síðasti 24. apríl (15 skipti).
Kennt er á laugardagsmorgnum.
Fyrirkomulagið er á þann hátt að börnin æfa án foreldra í tímunum.