Hákon á reynslu hjá Norrköping

Hákon Rafn Valdimarsson, markmaður Gróttu, er á leið til reynslu hjá sænska úrvaldsdeildarfélaginu Norrköping. Hákon, sem er 19 ára gamall, heldur til Svíþjóðar á fimmtudaginn og verður í eina viku. Knattspyrnudeild Gróttu heyrði hljóðið í Hákoni sem sagðist vera mjög spenntur fyrir þessu tækifæri. Grótta óskar Hákoni góðs gengis meðan á dvölinni stendur 🇸🇪⚽️