Skip to content

Brynjar Kristmundsson í Gróttu

Knattspyrnudeild Gróttu hefur samið við miðjumanninn Brynjar Kristmundsson um að leika með liðinu út keppnistímabilið. Brynjar er gríðarlega fjölhæfur leikmaður sem á án efa eftir að nýtast vel það sem eftir lifir sumars.

Brynjar er 24 ára gamall og kemur frá Fram þar sem hann hefur spilað fjóra leiki í deild og bikar og skorað í þeim eitt mark. Brynjar lék þar á undan með norska liðinu Volda IT þar sem hann spilaði 10 leiki og skoraði í þeim 4 mörk. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Brynjar alls leikið 148 leiki í deild og bikar á Íslandi, þar af 28 leiki í úrvalsdeild með Víkingi Ólafsvík og Val og skorað í þeim átta mörk.

„Við bjóðum Brynjar velkominn í hópinn og og bindum miklar vonir við samstarfið út tímabilið,“ segir Úlfur Blandon, þjálfari liðsins.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar