Handknattleiksdeild Gróttu og Kjötkompaní hafa gert með sér tveggja ára samstarfssamning. Kjötkompaní verður einn af styrktaraðilum handboltans og þökkum við þeim kærlega fyrir veittan stuðning.

Við byrjum samstarfið á fjáröflun og höfum sett í sölu frábæra matarpakka frá þeim til styrktar handknattleiksdeildar Gróttu.

Fjáröflunin stendur út sunnudaginn 13. september nk og verða pakkarnir afhentar í HERTZ höllinni (íþróttahúsi Seltjarnarness) pakkarnir verða afhentir vikuna 21-25 september. Nánari upplýsingar verða sendar í gegnum tölvupóst til kaupenda.