Skip to content

Skráning í Handbolta- og Afreksskóla Gróttu

Skráningin í Handboltaskóla Gróttu stendur yfir og lítur úr fyrir frábært námskeið í ágúst. Skráningin fer fram í gegnum Sportabler. Handboltaskóli Gróttu er fyrir krakka f. 2015-2010 eða þá krakka sem verða í 1. – 6. bekk í grunnskóla næsta haust.

Tekið verður vel á móti byrjendum sem eru að prófa handboltann í fyrsta skipti. Þátttakendum verður skipt upp eftir aldri þannig að hægt sé að koma á móts við krakkana. Skólastjóri handboltaskólans er Maksim Akbachev yfirþjálfari handknattleiksdeildar en auk hans koma þjálfarar yngri flokka Gróttu að þjálfuninni auk leikmanna meistaraflokks og góðra gesta.

Auk Handboltaskóla Gróttu býður Handknattleiksdeild Gróttu einnig upp á Afreksskóla Gróttu sem er fyrir krakka og unglinga f. 2009-2006 eða þá krakka sem verða í 7. – 10. bekk í grunnskóla næsta haust. Í afreksskólanum verður farið dýpra í handboltaþjálfunina og afrekshugsun í fyrirrúmi.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu Gróttu með því senda tölvupóst á gullijons@grotta.is

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Share on print
Print