Skip to content

Samstarf og fjáröflun með Kjötkompaní

Handknattleiksdeild Gróttu og Kjötkompaní hafa gert með sér tveggja ára samstarfssamning. Kjötkompaní verður einn af styrktaraðilum handboltans og þökkum við þeim kærlega fyrir veittan stuðning.

Við byrjum samstarfið á fjáröflun og höfum sett í sölu á grotta.is/kjotkompani frábæra matarpakka frá þeim til styrktar handknattleiksdeildar Gróttu. Athugið að fjáröflunin er ekki lengur virk. En við munum vera með aðra fjáröflun með Kjötkompaní síðar í vetur.

Fjáröflunin stendur út sunnudaginn 13. september nk og verða pakkarnir afhentar í HERTZ höllinni (íþróttahúsi Seltjarnarness) pakkarnir verða afhentir vikuna 21-25 september. Nánari upplýsingar verða sendar í gegnum tölvupóst til kaupenda.

Við hvetjum Seltirninga til að versla við Kjötkompaní og hægt er að sjá allt sem þeir hafa upp á að bjóða á kjotkompani.is

Kjötkompaní ehf. var stofnað í september árið 2009, við Dalshraun 13 í Hafnarfirði og eru einnig útibú frá nálægt Seltjarnarnesi við Grandagarð 29. Eigandi Kjötkompaní er Jón Örn Stefánsson matreiðslumaður. Leitast er við að vera með allra ferskasta hráefni sem í boði er hverju sinni.

Hjá Kjötkompaní starfa fagmenn bakvið borðið þar sem sérstök áhersla er lögð á gæði og vönduð vinnubrögð. Kjötkompaní er vel tengt framleiðendum og í mörugum tilvikum er verið að versla beint frá bónda. Í vöruúrvali Kjötkompaní er leitast við að uppfylla heildarlausnir í matarinnkaupum viðskiptavinarins.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Share on print
Print