Skip to content

Draumaferð til Þýskalands

3.flokkur karla fór í sannkallaða draumaferð til Þýskalands um miðjan júnímánuð. Strákarnir dvöldu fyrstu dagana í Leipzig þar sem þeir æfðu og léku þrjá æfingaleiki við heimamenn. Fyrstu tveir leikirnir voru við jafnaldra strákanna frá Leipzig en seinasti leikurinn var gegn úrvalsliði Saxlands-héraðs. Leikirnir gengu frábærlega. Okkar strákar léku gríðarlega vel og unnu alla þrjá leikina örugglega. Seinasta daginn í Leipzig bauð atvinnu- og landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson strákunum heim til sín í grill og spjall. Strákarnir nutu heimsóknarinnar vel og þökkum við Gróttumanninum kærlega fyrir heimboðið.

Seinustu þrír dagar ferðarinnar voru í Köln þar sem Final 4 í meistaradeildinni fór fram í glæsilegri Lanxess-íþróttahöllinni. Þar sáu strákarnir hverja stórstjörnuna á fætur annarri og að lokum Magdeburg með Gísla Þorgeir Kristjánsson í fararbroddi verða Evrópumeistara eftir frábæra leiki.

Ferðin mun án efa skilja eftir ótal minningar enda vel heppnuð ferð hjá strákunum.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar