Í tilefni 50 ára afmælis Gróttu 24. apríl 2017 var ákveðið að endurvekja Gróttuvitann.

Tilgangur með stofnun Stuðningsmannaklúbbs Gróttu árið 2008 var að renna styrkari stoðum undir meistaraflokka félagsins í handknattleik og knattspyrnu. Nú er ætlunin að hleypa lífi í starfsemi klúbbsins og endurvekja þá stemningu sem ríkti á upphafsdögum Gróttuvitans.

GULLVITINN

Mánaðargreiðsla 3.000 kr.*

Fyrir þann stuðning er eftirfarandi í boði fyrir stuðningsmenn:

 • Kort fyrir tvo á alla deildarleiki meistaraflokka í handbolta og fótbolta á heimavelli
 • Vegleg inngöngugjöf
 • 10% afsláttur í Errea búðinni gegn framvísun Gróttuvitakorts
 • Léttar veitingar í leikhléi á heimaleikjum
 • Vegleg jólagjöf frá Gróttu
 • Reglulegar upplýsingar um atburði á vegum félagsins í gegnum tölvupóst og Facebook

SILFURVITINN

Mánaðargreiðsla 2.000 kr.*

Fyrir þann stuðning er eftirfarandi í boði fyrir stuðningsmenn:

 • Kort fyrir einn á alla deildarleiki meistaraflokka í handbolta og fótbolta á heimavelli
 • Vegleg inngöngugjöf
 • 10% afsláttur í Errea búðinni gegn framvísun Gróttuvitakorts
 • Léttar veitingar í leikhléi á heimaleikjum
 • Reglulegar upplýsingar um atburði á vegum félagsins í gegnum tölvupóst og Facebook

*Gerður verður 12 mánaða samningur við stuðningsmann með kreditkorti.

Stuðningsmaður getur sagt samningi upp eftir þann tíma eða þá að samningurinn framlengist ótímabundið þar til honum er sagt upp.