Fullorðinsfimleika námskeið

Fimleikadeild Gróttu ætlar að bjóða upp á 8 vikna námskeið í fullorðinsfimleikum frá 16.september-9.nóvember.

Kennt verður á mánudags-, og miðvikudagskvöldum frá klukkan 20:15-21:30 í fimleikasal Gróttu.

Á námskeiðinu eru tvær æfingar á viku þar sem lögð verður áhersla á styrk og þrek annan daginn og fimleikaæfingar hinn daginn.

Fyrsta æfingin á námskeiðinu verður haldin miðvikudaginn 16.september og þá eru allir velkomnir að koma og prófa.

Fullorðinsfimleikar er frábær hreyfing og góð skemmtun fyrir alla og það þarf engan bakgrunn til þess að vera með.

Námskeiðið kostar 25.600 kr, skráning og greiðsla fer fram í gegnum skráningarkerfi Nóra (https://grotta.felog.is/). Athugið að einungis er hægt er að skrá sig 2 x í viku og ef það næst ekki næg þátttaka þá fellur námskeiðið niður.

Þjálfari námskeiðsins er Hrafnhildur Sigurjónsdóttir

Rut og Emelía valdar í Hæfileikamót N1 og KSÍ

Þær Rut Heiðarsdóttir og Emelía Óskarsdóttir, 14 ára Gróttustúlkur, hafa verið valdar til að taka þátt í Hæfileikamóti N1 og KSÍ sem fer fram í Kórnum dagana 26.-27. september. Við óskum stelpunum góðs gengis og til hamingju með valið! 👏🏼

Hákon valinn í U21 fyrir undankeppni EM

Hákon Rafn Valdimarsson var á dögunum valinn í hóp U21 karla landsliðsins sem mætir Svíþjóð í undankeppni EM þann 4. september á Víkingsvelli. Hákon er fæddur árið 2001 en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann verið lykilmaður í meistaraflokki síðustu tvö ár. Gríðarlega efnilegur leikmaður sem er vert að fylgjast með.
Til hamingju Hákon! 🇮🇸