Frábært frammistaða í bikarúrslitum

6.flokkur kvenna yngri og 6.flokkur karla eldri léku sunnudaginn 10.mars í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni.

Andstæðingar stelpnanna voru Valur. Fjölmargir áhorfendur gerðu leið sína í Laugardalshöllina til að fylgjast með stelpunum. Eftir mikla baráttu gegn frábæru liði, þá þurftu okkar stelpur að sætta sig við silfrið að þessu sinni. Lokatölur voru 2-7 fyrir Val. Gróttustelpurnar geta þrátt fyrir úrslitin verið hrikalega sáttar enda börðust þær eins og ljón allan leikinn og ekki sjálfgefið að komast alla leið í úrslitaleikinn. Vonandi nýta þær sér þessa reynslu til að halda áfram að bæta sig, þetta er rétt að byrja !

Andstæðingar strákanna voru FH. Strákarnir komu reynslunni ríkari í Laugardalshöllina eftir svekkjandi tap í úrslitaleik fyrir ári síðan. Liðið lék á bikarmóti HSÍ í janúar og núna fór fram úrslitaleikurinn í því móti. Baráttan og leikgleðin skein úr andliti strákanna í dag sem fengu góðan stuðning fjölmargra áhorfenda. Gróttustrákarnir uppskáru sigur, 8-5 eftir frábæran leik.

Grótta í bikarúrslitum

Um helgina fara fram bikarúrslit í öllum keppnisflokkum HSÍ. Við í Gróttu eigum tvö lið í úrslitum en það eru 6.flokkur karla eldri og 6.flokkur kvenna yngri.

Allir úrslitaleikirnir fara fram við glæsilega umgjörð í Laugardalshöllinni. Báðir leikir Gróttu fara fram á laugardeginum.

6.flokkur kvenna yngri
Grótta – Valur
Laugardaginn 8.mars
kl. 09:45

6.flokkur karla eldri
Grótta – FH
Laugardaginn 8.mars
kl. 11:15

Við hvetjum allt Gróttufólk til að fjölmenna í Laugardalshöllina og hvetja okkar upprennandi leikmenn til dáða.

Áfram Grótta !

Grótta óskar eftir þjálfurum

Vegna fjölda iðkenda þá óskar handknattleiksdeild Gróttu eftir þjálfurum á 8.flokk karla og 8.flokk kvenna

Æfingar flokkanna eru strax að loknum skóla hjá krökkunum

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst

Nánari upplýsingar og umsóknir sendast á Andra Sigfússon yfirþjálfara, andri@grotta.is

Magnús Örn ráðinn yfirmaður knattspyrnumála

Knattspyrnudeild Gróttu hefur tekið stórt skref í átt að frekari styrkingu og framþróun með því að ráða Magnús Örn Helgason í nýtt og mikilvægt hlutverk sem yfirmann knattspyrnumála. Þessi ráðning markar upphaf nýs kafla í sögu deildarinnar, þar sem lögð verður enn frekari áhersla á fagmennsku og markvissa framtíðarsýn.

Magnús kemur til Gróttu með mikla reynslu og þekkingu á íslenskri knattspyrnu. Hann hefur frá árinu 2021 starfað hjá KSÍ, fyrst sem þjálfari U17 ára landsliðs kvenna og síðar U15 kvenna. Auk þess hefur Magnús í tvö ár stýrt Hæfileikamótun kvenna hjá KSÍ. Fram á vor mun Magnús sinna verkefnum sínum hjá KSÍ meðfram starfinu hjá Gróttu.

Magnús Örn er öllum hnútum kunnugur innan Gróttu enda Gróttumaður í húð og hár. Hann lék upp yngri flokka Gróttu áður en hann sneri sér að þjálfun en hann hefur þjálfað flesta aldurshópa hjá félaginu auk þess að gegna starfi yfirþjálfara yngri flokka árin 2014-2017. Á þeim tíma var hann m.a. annar höfunda „Gróttuleiðarinnar“ sem er handbók um markmið og hugmyndafræði deildarinnar. Árið 2018 tók hann við meistaraflokki kvenna en undir hans stjórn komst Grótta upp um deild árið 2019.

Í sínu nýja hlutverki mun Magnús hafa yfirumsjón með margvíslegum þáttum í rekstri knattspyrnudeildarinnar. Hann mun vinna náið með stjórn deildarinnar, yfirþjálfurum yngri flokka og þjálfurum meistaraflokka karla og kvenna til að tryggja að Grótta haldi áfram að vera í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu.

„Við erum þakklát fyrir að hafa fengið Magga aftur til okkar, og það í þetta nýja og stóra hlutverk innan deildarinnar. Hans þekking og reynsla verða ómetanleg í áframhaldandi þróun knattspyrnudeildar og við höfum fulla trú á að leiðtogahæfileikar hans muni leiða knattspyrnudeild Gróttu til nýrra hæða,“ segir Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu.

„Það er afar spennandi að taka við þessu nýja starfi. Ég hlakka til að vinna með þeim framúrskarandi þjálfurum sem starfa hjá félaginu, leikmönnum á öllum aldri og auðvitað sjálfboðaliðunum sem eru félaginu dýrmætir. Það er margt sem gengur vel hjá Gróttu og ég mun leggja mitt að mörkum til að svo verði áfram,“ segir Magnús sem skrifaði undir nú síðdegis á Vivaldivellinum.

Ráðning Magnúsar er mikilvægur liður í stefnu Gróttu um að byggja upp öfluga knattspyrnudeild með skýra sýn í bæði uppeldis- og afreksstarfi. Við hlökkum til að sjá árangurinn af þessu samstarfi á komandi misserum og bjóðum Magnús hjartanlega velkominn aftur heim í Gróttu.

Myndir: Eyjólfur Garðarsson 

Handboltaskóli Gróttu/KR

Í vetrarleyfinu verður boðið upp á handboltaskóla í Hertz-höllinni fyrir krakka f. 2012-2017 eða þá sem eru í 1. – 6.bekk. Skólinn er kl. 09:00-12:00 og eru krakkarnir beðnir um að taka með sér nesti. Byrjendur jafnt sem lengra komnir eru velkomnir.

Námskeiðsdagarnir eru:

Föstudagurinn 16.febrúar
Mánduagurinn 19.febrúar

Skráning fer fram í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

Aufí á leið til Portúgals með U17 ára landsliðinu

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í milliriðli Evrópumóts UEFA í Portúgal dagana 19.-28.febrúar 2024. Gróttukonan Arnfríður Auður Arnarsdóttir hefur verið valin í hópinn. Hin 15 ára Aufí lék einnig með U17 í undankeppni EM í október sl.
Knattspyrnudeild Gróttu óskar Aufí innilega til hamingju með valið og góðs gengis í Portúgal!

Andri nýr yfirþjálfari handknattleiksdeildar

Andri Sigfússon hefur tekið við sem yfirþjálfari handknattleiksdeildar Gróttu. Hann tekur við af Magnúsi Karli Magnússyni. Andri er uppalinn Gróttumaður, æfði með félaginu frá unga aldri og hóf svo þjálfun árið 2002. Það má með sanni segja að Andri sé einn af reyndustu og öflugustu þjálfurum Gróttu og því mikill fengur að fá hann sem yfirþjálfara. Ásamt því að sinna yfirþjálfarastarfinu og þjálfun nokkurra flokka hjá Gróttu, er Andri þjálfari U-liðs Gróttu og U-16 landsliðs karla. Andri er afar metnaðarfullur og kraftmikill þjálfari og það er mikil tilhlökkun hjá stjórn barna-og unglingaráðs Gróttu fyrir komandi samstarfi.

„Ég hlakka mikið til að hefja störf og halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið í vetur og undanfarin ár. Grótta hefur á að skipa virkilega öflugum hópi þjálfara sem hefur unnið frábært starf með okkar fjölmörgu iðkendum. Vonandi náum við í sameiningu að bæta okkar starf enn þá meira,“ sagði Andri þegar samningar voru í höfn.

Þjálfarar óskast í Gróttu

Fimleikadeild og handknattleiksdeild Gróttu leita eftir þjálfurum fyrir vorönn sem að nú fer að hefjast.

Hægt er að sækja um á alfred.is fyrir fimleikadeildina, sjá hér-https://alfred.is/starf/fimleikathjalfarar-oskast-i-grottu, eða senda póst á hansina@grotta.is. Varðandi þjálfun í handknattleiksdeildinni er hægt að senda á magnuskarl@grotta.is, yfirþjálfara, upp á ítarlegri upplýsingar eða til að senda inn umsókn.

Við viljum hvetja alla þá aðila sem að hafa áhuga á því að þjálfa fyrir hönd Gróttu að sækja um störfin sem fyrst.

Áfram Grótta

Antoine og U18 ára landsliðið í 2.sæti

Seinustu daga hefur U18 ára landslið karla með okkar manni Antoine Óskari Pantano leikið á sterku æfingamóti í Þýskalandi sem ber heitið Sparkassen Cup. 6 þjóðum er boðin þátttaka á mótinu og í ár voru það auk Íslendinga, Ungverjar, Slóvenar, Svisslendingar, Hollendingar, Belgar auk heimamanna í Þýskalandi og úrvalsliðs Saar-héraðs en mótið fer einmitt þar fram.

Íslendingar léku í riðli með Belgum, Saar-héraði og Þýskalandi. Ísland vann Saar-hérð og Belga örugglega en tapaði með átta marka mun gegn Þjóðverjum. Í undanúrslitum lék liðið gegn Slóvenum og eftir að hafa verið undir stærstan hluta leiksins jöfnuðu Íslendingar undir lokin og tryggði liðinu vítakeppni. Þar unnu Íslendingar og liðið fékk því farseðilinn í úrslitaleikinn. Þar mætti strákarnir okkar Þjóðverjum aftur. Líkt og í riðlakeppninni voru heimamenn sterkari og Ísland þurfti að láta sér nægja silfurverðlaunin að þessu sinni.

Líkt og liðið í heild sinni stóð Antoine sig vel og skoraði 15 mörk í mótinu. Samhliða því stóð hann varnarleikinn vel. Næsta stóra verkefni U18 ára landsliðs karla er í sumar þegar liðið leikur á EM í ágúst. Það eru því spennandi tímar framundan hjá liðinu.

Myndir: HSÍ – Handknattleikssamband Íslands