Hinn 18 ára gamli Kjartan Kári Halldórsson framlengdi nú á dögunum samning sinn við knattspyrnudeild Gróttu út árið 2023. Hinn ungi og efnilegi Kjartan Kári á að baki 26 leiki fyrir meistaraflokk Gróttu og hefur skorað í þeim 9 mörk. Hann hóf feril sinn með meistaraflokki árið 2020 í Pepsi Max deildinni með Gróttu en síðasta sumar lék hann 19 leiki í Lengjudeildinni og einn í bikar þar sem hann lét ljós sitt skína. Kjartan á einnig að baki 12 landsleiki, með U16 ára og U19 ára landsliðum Íslands. Gaman er að segja frá því að á komandi tímabili mun Kjartan spila í nýju númeri, en hin víðfræga sjöa sem Pétur Theódór Árnason hefur spilað í síðustu ár fer nú til Kjartans Kára.
Samningurinn við Kjartan Kára er mikið fagnaðarefni fyrir félagið og stuðningsmenn þess og hlökkum við til að fylgjast með Kjartani á komandi tímabili.
Kjartan Kári framlengir hjá Gróttu
Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.
Facebook
Twitter
Email
Print
Fréttaflokkar
2. flokkur
3. flokkur
4. flokkur
5.flokkur
5.flokkur kvenna
7. flokkur
9.flokkur
Organization board
Bikarkeppni
deildarmeistari
Fimleikar
handboltaskóli
Handboltaskólinn
Handbolti
Heimaæfingar
Hugarfarmyndbönd
hæfileikamótun
Jólakort
Jólakort Gróttu
jólanámskeið
Karlmennskan
Knattspyrna
Landslið
Leikmenn
Meistaraflokkur
mfl. karla
Mfl.kk
mfl. kvenna
Mfl.kvk
Myndaalbúm
Mót
Námskeið
Pepsi Max
Styrktaraðili
Sumarnámskeið
Tímarit
u14kvenna
unglingalandslið
Verðlaun
Viðtal
Yngri flokkar
Æfingaferð
Æfingatafla
Coaches
þorrablót
Information
Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is