Kvennaverkfall 24. október

Fjölmörg samtök kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa boðað til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október 2023, þar sem konur og kvár sem það geta eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þann daginn.
Vegna þessa er ljóst að það mun verða röskun á þjónustu í íþróttahúsi Gróttu sem og gervigrasvelli þann daginn.

Continue reading

Miðasala á Verbúðarballið hafin

Ekki missa af stærsta balli ársins – Verbúðarballinu 2023 – 9. september í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi.

Verbúðarbandið ásamt BUBBA MORTHENS & RÖGGU GÍSLA gera allt vitlaust.

Dagskrá:
21:00 Húsið opnar
Tilboð á barnum og vel valinn plötusnúður hitar upp.
23:00-1:00 Verbúðarbandið ásamt BUBBA MORTHENS & RÖGGU GÍSLA

Miðasala fer fram Tix.is tix.is/is/event/15690/verbu-arball-2023

Verð: 6.990.- kr frá og með 1. Júlí.

ATH 20 ára aldurstakmark er á ballið

FORSKRÁNING Í FIMLEIKADEILD GRÓTTU 2023-24

Þann 1. júní til 30. júní næstkomandi fer fram forskráning í fimleikadeild Gróttu fyrir veturinn 2023-24. Athugið að ekki er forskráning í stubbafimi en skráningin í stubbafimi opnar 1. júlí. 

Greitt er 10.000 kr skráningargjald með kreditkorti við skráningu. Skráningargjaldið er óafturkræft en dregst frá æfingagjöldum næsta vetrar. Komi upp sú staða að fimleikadeildin þurfi að neita umsækjendum um pláss er möguleiki á að óska eftir að fá skráningargjaldið endurgreitt.

Athugið að biðlistinn fellur nú úr gildi og allir sem vilja komast að næsta vetur þurfa að forskrá sig. Eftir að forskráningu lýkur verður hægt að skrá á biðlista.

Skráning fer fram hér: https://www.sportabler.com/shop/grotta

Grótta leitar að verkefnastjóra

Íþróttafélagið Grótta óskar eftir því að ráða öflugan verkefnastjóra á skrifstofu
aðalstjórnar félagsins í 100% starf. Um er að ræða fjölbreytt, krefjandi og lifandi starf.
Gert er ráð fyrir að ráðið sé í starfið frá 1. ágúst.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Hefur umsjón með viðburðum félagsins og hefur aðkomu að mótahaldi
  • Leiðir umbótavinnu við gerð verkferla
  • Leiðir samstarf innan sem utan félags
  • Ritstjórn miðla, samræming kynningarefnis og innleiðing skýjalausna
  • Almenn þjónusta við félagsmenn og samskipti við hagsmunaaðila

Kröfur um hæfni (þekking, færni, eiginleikar):

  • Háskólagráða sem nýtist í starfi
  • Góð samstarfs- og samskiptahæfni
  • Frumkvæði, sjálfstæði, skipulagshæfni og ögun í vinnubrögðum
  • Góð tölvufærni og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2023.
Sótt er um starfið á umsóknarvef Alfreðs: Íþróttafélagið Grótta (alfred.is)
Nánari upplýsingar má nálgast með því að senda tölvupóst á grotta@grotta.is

Aðalfundur Gróttu 2023

Aðalfundir deilda og ráða Íþróttafélagsins Gróttu fóru fram 27. apríl og fóru þeir fram í hátíðarsal félagsins.  Fundurinn hófst á tónlistaratriði Jón Guðmundsson frá tónlistarskóla Seltjarnanesbæjar kynnti inn 3 stúlkur sem einnig eru iðkendur í félaginu. Þetta eru þær Arney María Arnarsdóttir sem spilaði á þverflautu, Sólveig Þórhallsdóttir einnig á þverflautu og Eyrún Þórhallsdóttir á saxófón.

Ólafur Örn Svansson hélt um fundarstjórnina en fundurinn hófst með skýrslu Þrastar Guðmundssonar, formanns aðalstjórnar og í kjölfarið komu formenn og gjaldkerar deilda og ráða í pontu og fóru yfir starfið á árinu og rekstrarniðurstöður. 

Þröstur var að klára sitt fyrsta ár sem formaður en aðrir aðalstjórnarmeðlimir gáfu öll kost á sér til endurkjörs og er stjórnin því óbreytt. 

Gísli Örn Garðarsson hætti í stjórn fimleikadeildar og Fanney Magnúsdóttur kemur inn í hans stað. Gylfi Magnússon hætti í stjórn handknattleiksdeildar og Páll Gíslason í stjórn unglingaráðs handknattleiksdeildar. 

Þá hættu þeir Alexander Jensen og Rögnvaldur Dofri Pétursson í stjórn knattspyrnudeildar en það var fækkað í stjórninni sem er núna skipuð þeim Þorsteinn Ingasyni formanni, Hörpu Frímansdóttur, Kristínu Huld Þorvaldsdóttur, Stefáni Bjarnasyni, Helga Héðinssyni og Hildi Ólafsdóttir. 

Gefin var út glæsileg árskýrsla fyrir síðasta ár:
https://grotta.is/wp-content/uploads/2023/05/A%CC%81rssky%CC%81rsla-Gro%CC%81ttu-2022-web.pdf

Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari félagsins mætti svæðið og tók frábærar myndir sem lýsa vel heppnuðum aðalfundi. 

Aðalfundur Gróttu 27. apríl

Aðalfundir aðalstjórnar og deilda Íþróttafélagsins Gróttu fara fram fimmtudaginn 27. apríl 2023. Aðalfundirnir hefjast kl. 17:30 og er gert ráð fyrir að þeim sé lokið kl. 18:30. Eftir að aðalfundum lýkur verður öllum fundargestum boðið upp á léttar veitingar.

Fyrirspurnum og framboðum til stjórna skal skilað á netfangið grotta@grotta.is

Sjálfboðaliðar ársins 2022

Án allra sjálfboðaliðanna væri starf félagsins lítilfjörlegt. Fjölmargir koma að daglegu starfi Gróttu allan ársins hring og erum við þeim gríðarlega þakklát fyrir þeirra ómetanlegu störf í þágu félagsins okkar. 

Í byrjun ársins veittu deildir félagsins viðurkenningar fyrir sjálfboðaliða ársins 2022 og þeir eru  Arnkell Bergmann Arnkelsson hjá handknattleiksdeild, Eyjólfur Garðarsson hjá fimleikadeild og Halla Bachmann Ólafsdóttir hjá knattspyrnudeild

Takk kærlega allir okkar sjálboðarliðar 🙏

Arnkell Bergmann Arnkelsson
Sjálfboðaliði handknattleiksdeildar Gróttu 2022 er Arnkell Bergmann Arnkelsson. Hann ásamt Ása heitnum og Viggó Kristjánssyni í Þýskalandi tóku við stjórn Handknattleiksdeildar í desember 2021. Þeir þrír sáu um öll mál fram að fráfalli Ása. Arnkell stóð þá einn á vaktinni á landinu en núna hefur bæst við stjórnina.
Eyjólfur Garðarsson
Sjálfboðaliði ársins 2022 fimleikadeild Gróttu er Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari. Eyjólfur hefur verið boðinn og búinn að mæta og mynda starfið hjá deildinni oft með litlum fyrirvara.  Fimleikadeild þakkar Eyjólfi fyrir óeigingjarnt starf í þágu heildarinnar. 

Halla Bachmann Ólafsdóttir 
Sjálfboðaliði ársins 2022 hjá knattspyrnudeild er Halla Bachmann Ólafsdóttir. Halla hefur reynst knattspyrnudeild drjúg um áralangt skeið. Á árinu sem var að líða tók Halla fyrst og fremst þátt í undirbúningi og framkvæmd leikja meistaraflokks kvenna, sem hún gerði af miklum myndarbrag eins og henni er von og vísa. Stjórnaði hún sölustúlkum í sjoppunni og gætti þess að kaffi og kakó væru á könnunum. Þá bakaði Halla að sjálfsögðu umtalsvert magn af vöfflum og reiddi fram með rjóma og sultu. Kunnu áhorfendur vel að meta viðurgjörninginn, raunar svo að það var umtalað í stúkunni.

13 aðilar hlutu heiðursmerki Gróttu

Íþróttafélagið Grótta veitti í byrjun ársins þrettán aðilum heiðursmerki sem hafa unnið gott starf fyrir félagið.
Þau eru: Kári Garðarsson sem fékk gullmerki Gróttu. Anna Sóley Jensdóttir og Ragnar Rafnsson sem fengu silfurmerki félagsins. Bronsmerki hlutu Bernódeus Sveinsson, Bjarni Geir Halldórsson, Bragi Björnsson,
Fjalar Sigurðarson, Guðrún Guðmundsdóttir, Hreinn Októ Karlsson, Kristinn Þorvaldsson,
Sigurbergur Steinsson, Þór Sigurðsson og Þóra Kristín Jónsdóttir
Til hamingju öll sömul og takk fyrir ómetanlegt starf fyrir Gróttu