STARFSMANNAKYNNING GRÓTTU

Starfsmannakynningin heldur áfram og nú er komið að Örlygi Hinrik Ásgeirssyni.
Gælunafn: oft kallaður Ölli, 
Fyrri störf (nefna 2-3): Kjötiðnaðarmaður, vann m.a. hjá Goða. Ég hef einnig kennaramenntun, kenndi í Menntaskólanum í Kópavogi iðngreinar.  
Hve lengi starfað hjá Gróttu: Ég hóf störf hjá Gróttu  í október 2016 – nýbúin að eiga 5 ára starfsafmæli. 

Hvar ólstu upp:  Í Bústaðarhverfinu (er uppalinn Víkingur)
Áhugamál: Stangveiði og fluguveiði. 

Stundaðir þú íþróttir:  Nei, ekkert að ráði. 

Uppáhalds tónlistarmenn: Ég hlusta þungarokk og blús, annað er ekki músík. Uppháalds hljómsveit er Metallica  og allt
þar í kring. 
Bíómynd í uppáhaldi: Vanishing Point (1971) 
Uppáhalds matur:  Hamborgari og franskar.
Skilaboð til foreldra:  Þið eigið mjög hress börn. 

STARFSMANNAKYNNING GRÓTTU

Nafn: Bogi Elvar Grétarsson, kallaður Elvar
Fyrri störf (nefna 2-3): Verslunarmaður í byggingarvörudeild í Kaupfélagi Austur Skaftfellinga á Höfn (KASK) og húsvörður í íþróttahúsinu Höfn í Horfnafirði.
Elvar hóf störf hjá Gróttu 3. október 2016 – nýbúin að eiga 5 ára starfsafmæli.
Hvar ólstu upp: Á Hvammstanga.
Áhugamál: Fótbolti og gítarleikur.
Mitt uppáhalds fótboltafélag er Keflavík.
Stundaðir þú íþróttir: Æfði fótbolta frá 5 ára aldri, spilaði í meistaraflokk með Sindra á Hornafirði og eitt ár með Tindastól í næst efstu deild. Alls spilaði ég 130 leiki og skoraði í þeim 86 mörk.
Uppáhalds tónlistarmenn: Nafnarnir Rúnar Þór og Rúnar Júlíusson. Bíómynd í uppáhaldi: Papillon (1973) með Steve McQueen og Dustin Hoffman
Uppáhalds matur: Hamborgarar og pylsur.
Skilaboð til foreldra: Hvetja fólk til að sýna krökkunum áhuga í leik og starfi.

STARFSMANNAKYNNING GRÓTTU

Á næstu vikum ætlum við að kynnast starfsmönnum mannvirkja Gróttu aðeins betur. Jóhanna Selma verður sú fyrsta en hún fagnar 1. nóvember næstk. 5 ára starfsafmæli hjá Gróttu.

Nafn: Jóhanna Selma Sigurardóttir
Gælunafn: Jóa
Fyrri störf: Hef meðal annars unnið í barnagæslunni hjá World Class og sem húsvörður hjá HK í Kórnum.
Hve lengi starfað hjá Gróttu: Byrjaði 1. nóvember 2016 og fagna því fljótlega 5 ára starfsafmæli.
Hvar ólstu upp ? Ég ólst upp í Kópavogi.
Áhugamál: Elska útiveru, Hestar, skíði, handbolti og fótbolti.
Stundaðir þú íþróttir: já, var í fótbolta hjá FH.
Uppáhalds tónlistarmaður: Villi Vill er í miklu uppáhaldi og svo ABBA til að að nefna einhverja
Bíómynd í uppáhaldi: Spennumyndir eru í uppáhaldi, t.d. Double Jeopardy
Uppáhalds matur: Lamb með berniese sósu og bakaðri kartöflu.
Skilaboð til foreldra: Ég kem fram við börnin ykkar eins og ég vil að þau komi fram við mig af virðingu.

LUMAR ÞÚ Á LJÓSMYNDUM ÚR SÖGU GRÓTTU ?

Íþróttafélagið Grótta er í átaki að leita uppi ljósmyndir úr starfi Gróttu í gegnum tíðina. Hrafnhildur Thoroddsen sem kemur til okkar þrisvar í viku og hefur skannað fjöldann allar af myndum sem hafa safnast saman síðastliðin ár hjá okkur á skrifstofu Gróttu. 

Við byrjuðum fyrir tæpu ári með átakið á Facebook síðu Gróttu og höfum við fengið fjöldan allan af ljósmyndum. Við setjum inn gamlar Gróttumyndir á Facebook síðu reglulega. Sjá hér.

Við viljum líka taka við stafrænum myndum sem við getum geymt á skýinu okkar. 
Nánar upplýsingar gullijons@grotta.is

Skráning iðkenda 2021-2022

Kæru forráðamenn, iðkendur og annað Gróttufólk

Nú hefur verið opnað fyrir skráningar hjá öllum deildum og eru æfingatöflur vetrarins tilbúnar og aðgengilegar á vefsíðu félags. Þær gætu þó tekið breytingum og biðjum við forráðamenn að fylgjast vel með viðkomandi deild. 

Sú breyting hefur orðið á að nú fara allar skráningar í félagið í gegnum Sportabler https://www.sportabler.com/shop/grotta/

Öll samskipti milli þjálfara og foreldra fara fram í gegnum forritið og því mikilvægt að kynna sér umhverfið vel. 

Við skráningu fara iðkenndur sjálfkrafa inn í viðkomandi flokka/hópa á Sportabler og þar eru allir æfingatímar birtir og uppfærðir eftir því sem við á. Viljum við biðja ykkur að yfirfara vel allar upplýsingar (netföng og síma) en skráningar eru ákveðið öryggistæki og mikilvægt að réttar upplýsingar séu til staðar þegar ná þarf í aðstandendur. 

Ef spurningar vakna hafið samband við grotta@grotta.is

Hlökkum til að sjá ykkur vetur. 

Forskráning í fimleikadeild Gróttu veturinn 2021-2022 er hafin

Þann 1. júní til 30. júní næstkomandi fer fram forskráning í fimleikadeild Gróttu fyrir veturinn 2021-2022, https://www.sportabler.com/shop/grotta

Greitt er 10.000 kr skráningargjald með kreditkorti við skráningu. Skráningargjaldið er óafturkræft en dregst frá æfingagjöldum næsta vetrar. Komi upp sú staða að fimleikadeildin þurfi að neita umsækjendum um pláss er möguleiki á að óska eftir að fá skráningargjaldið endurgreitt.

Athugið að biðlistinn fellur nú úr gildi og allir sem vilja komast að næsta vetur þurfa að forskrá sig.
Eftir að forskráningu líkur verður hægt að skrá á biðlista.

Lokaleikur Gróttu í Olísdeildinni – frítt inn

Lokaleikur meistaraflokks karla í Olísdeildinni í vetur fer fram á morgun, fimmtudag kl. 19:30. Frítt verður á leikinn í boði Hertz. Andstæðingarnir eru ríkjandi Íslandsmeistarar, Selfoss.

Strákarnir okkar hafa sýnt frábæra frammistöðu í vetur í Olísdeildinni og eiga skilið góðan stuðning í lokaleik vetrarins. Ljóst er að liðið mun enda í 10.sæti deildarinnar sem þýðir að liðið leikur áfram í Olísdeildinni næsta vetur, eitthvað sem fáar spár bjuggust við þegar mótið fór af stað. Þjálfarateymið Arnar Daði Arnarsson og Maksim Akbachev hafa unnið gríðarleg afrek að koma Gróttu aftur á stall með bestu liðum landsins. Leikmennirnir hafa lagt á sig gríðarmikla vinnu á sig á þessum skrítna vetri.

Mætum öll og styðjum strákana.

🤾 Grótta – Selfoss
🕕 kl. 19:30
🏟 Hertz-höllin

Áfram Grótta !

Aðalfundir Gróttu 2020

Aðalfundir deilda og ráða Íþróttafélagsins Gróttu fóru fram fimmtudaginn 29. apríl síðastliðinn og að þessu sinni voru fundirnir rafrænir vegna Covid ástandsins. Sigrún Edda Jónsdóttir hélt um fundarstjórnina en fundurinn hófst með skýrslu Braga Björnssonar, formanns aðalstjórnar og í kjölfarið komu formenn deilda og ráða í pontu og fóru yfir starfið á árinu 2020. Því næst var farið yfir rekstrarniðurstöður ársins en reksturinn gekk afar vel á árinu og hefur rekstur félagsins almennt verið í góðu jafnvægi á árinu 2020.
Fjalar Sigurðsson hélt utan um tæknistjórnina og sá til þess að rafræni fundurinn gekk án áfalla. Gefin var út glæsileg árskýrsla fyrir síðasta ár: https://issuu.com/niels…/docs/_rssk_rsla_gr_dttu2020_ok_web

Eldri ársreikninga er að finna hér.

Andri snýr aftur heim

Handknattleiksdeild Gróttu hefur ráðið Andra Sigfússon sem verkefnastjóra deildarinnar auk þess sem Andri tekur að sér þjálfun yngri flokka hjá Gróttu.

Andra þarf vart að kynna fyrir Gróttufólki. Hann er uppalinn hjá félaginu og lék upp alla yngri flokka með Gróttu auk þess sem hann lék með meistaraflokki til ársins 2009. Hann er íþróttafræðingur að mennt og hefur starfað sem þjálfari hjá deildinni frá árinu 2002. Undanfarin ár hefur Andri verið yfirþjálfari hjá Fjölni. Andri er silfurmerkjahafi Gróttu og var íþróttastjóri félagsins árin 2008 til 2012 .

Andri mun taka að sér þjálfun 6. flokks karla og 4. flokks karla.

Það ríkir mikil ánægja innan handknattleiksdeildar Gróttu að fá Andra aftur heim.

Velkominn Andri!