Tilnefndar sem íþróttakona æskunnar

Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörin við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.

Auk þess verður kjörin íþróttakona æskunnar, tilnefndar eru frá fimleikadeild: Lilja Hugrún Pétursdóttir og Lovísa Anna Jóhannsdóttir. Frá handknattleiksdeild: Katrín Scheving Thorsteinsson og Lilja Hrund Stefánsdóttir. Frá knattspyrnudeild:

Sara Björk Arnarsdóttir og Jóna Guðrún Gylfadóttir

Jóna Guðrún Gylfadóttir
Katrín Scheving Thorsteinsson
Lilja Hugrún Pétursdóttir
Lilja Hrund Stefánsdóttir
Lovísa Anna Jóhannsdóttir
Sara Björk Arnarsdóttir

Grótta óskar eftir starfsmönnum í afleysingar í íþróttmannvirki Gróttu.

Íþróttafélagið Grótta óskar eftir starfsmönnum í afleysingar í íþróttmannvirki Gróttu.

Grótta er staðsett á Seltjarnarnesi og innan vébanda þess eru þrjár deildir; fimleikadeild, handknattleiksdeild og knattspyrnudeild. Íþróttamannvirki Gróttu samanstanda af tveimur íþróttasölum, gervigrasvelli, fimleikasal auk búnings- og fundarherbergja, skrifstofuaðstöðu og veislusals.

Meginmarkmið Íþróttafélagsins Gróttu er að þjónusta alla félagsmenn á sem bestan hátt. Áhersla er lögð á árangursríkt samstarf við þá fjölmörgu sem nýta sér þjónustu Gróttu dag hvern.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfsmaður aðstoðar nemendur grunn- og leikskóla og iðkendur Íþróttafélagsins Gróttu í leik og starfi. Dagleg þrif á íþróttahúsinu og í vallarhúsi, t.d. íþróttasölum, göngum, anddyri, veislusal og búningsklefum.

Hæfniskröfur

Áhugi á að vinna með börnum

Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum

Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð

Hæfni til að vinna í hóp

Vinnutími er breytilegur og er óskað eftir starfsmanni sem getur sinnt tilfallandi afleysingum eftir þörfum.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kári Garðarsson í síma 561-1133 og tölvupósti kari@grotta.is.

Nánari upplýsingar um Íþróttafélagið Gróttu er að finna á www.grotta.is.

Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2023. Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á netfangið kari@grotta.is.

Tilnefndir sem íþróttamaður æskunnar

Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörin við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.

Auk þess verður kjörin íþróttamaður æskunnar, tilnefndir eru

frá handknattleiksdeild: Antoine Óskar Pantano og Gísli Örn Alfreðsson og frá knattspyrnudeild: Hannes Ísberg Gunnarsson og Tómas Johannessen.

Antoine Óskar Pantano
Gísli Örn Alfreðsson
Hannes Ísberg Gunnarsson
Tómas Johannessen

Íþróttamaður & kona Grótta verða krýnd í næstu viku

Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörnir við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu. 

Auk þess verða krýnd íþróttafólk æskunnar, þjálfari ársins og sjálfboðaliðar ársins auk þess verða afhent verðlaun fyrir fyrstu landsleiki á síðasta ári.  

Við hvetjum allt Gróttufólk til að mæta og heiðra okkar flotta íþróttafólk.

Jólakort Gróttu 2022

Eins og fyrri ár efndum við til teiknisamkeppni í 4. bekk Mýrarhúsaskóla um að velja teikningu sem príðir jólakortið í ár. Laufey Beite Pálsdóttir átti teikninguna sem varð hlutskörpust og hún prýðir jólakort félagsins árið 2022.

Continue reading

Viltu gerast sjálfboðaliði í Gróttu?

Viltu gerast sjálfboðaliði í Gróttu ?  Viltu taka þátt í gefandi og skemmtilegum verkefnum sem tengjast íþróttaleikjum
eða öðrum verkefnum.  Viltu kynnast nýju fólki og nýjum viðfangsefnum?  Ertu hætt(ur) að vinna og vantar áhugaverð
og fjölbreytt verkefni til að verja tíma þínum í?  Vantar þig áhugamál?

Sjálfboðaliðastarf er hornsteinn og grundvöllur alls íþróttastarfs á Íslandi.  Íþróttafélagið Grótta treystir á óeigingjarnt vinnuframlag einstaklinga sem eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að byggja upp íþróttastarf fyrir unga sem aldna og halda því gangandi með dugnaði, eljusemi og ástríðu.

Hafir þú áhuga á að gerast sjálfboðaliði þá hvetjum við þig til að hafa samband við okkur með því að senda póst á grotta@grotta.is 

Ekki hika við að hafa samband.  Þér verður tekið fagnandi!

Kjartan Kári til Haugasund

Kjartan Kári Halldórsson og knattspyrnudeild Gróttu hafa gert samkomulag við norska úrvalsdeildarfélagið FK Haugesund um að Kjartan gangi til liðs við félagið. Haugesund endaði í 10. sæti norsku deildarinnar á liðnu tímabili en félagið hefur leikið í úrvalsdeildinni, Eliteserien, frá árinu 2010 og best náð þriðja sæti. 

Kjartan Kári, sem er 19 ára gamall, er fæddur og uppalinn Seltirningur og hefur leikið með Gróttu frá 5 ára aldri. Eftir að hafa farið í gegnum allt yngri flokka starf félagsins spilaði Kjartan sína fyrstu keppnisleiki með meistaraflokki sumarið 2020, þegar Grótta lék í úrvalsdeild, en var svo lykilleikmaður í liðinu ári síðar. Í sumar sprakk Kjartan út í Gróttuliðinu og varð markakóngur Lengjudeildarinnar með 17 mörk ásamt því að vera kosinn efnilegasti leikmaðurinn. 

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Kjartan spilað 48 leiki í deild og bikar fyrir meistaraflokk Gróttu og skorað í þeim 29 mörk. Hann á einnig að baki 13 leiki fyrir yngri landslið Íslands og æfði á dögunum í fyrsta sinn með U21 árs landsliðinu. 

Grótta óskar Kjartani Kára og fjölskyldu hans innilega til hamingju með áfangann og hlakkar til að fylgjast með ævintýrum hans í Noregi