Skip to content

Ívar Logi Styrmisson til Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu hefur gert eins árs lánssamning við Ívar Loga Styrmisson. Ívar Logi er fæddur árið 2000 og kemur frá ÍBV þar sem hann er uppalinn. Ívar Logi hefur leikið undanfarin þrjú árin í Olísdeildinni með ÍBV og á seinustu leiktíð skoraði hann 13 mörk í 20 leikjum.

Ívar Logi á að baki þónakkra unglingalandsleiki og meðal merkustu afreka hans er 3. sætið á Opna Evrópumótinu með U17 ára landsliðinu árið 2017. Ívar Logi fór mikinn í leiknum um bronsið, var markahæstur og skoraði 8 mörk gegn Noregi.

Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu er mjög ánægður með að tryggja sér krafta Ívars Loga á næstu leiktíð: „Ívar er fjölhæfur leikmaður sem hentar okkar leikstíl mjög vel. Það verður frábært að fá hann til okkar“

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar