Skip to content

Íþróttastarf hefst að nýju

Mánudaginn 4. maí voru merk tímamót að íþróttastarf barna og unglinga hófst að nýju án takmarkana. Íþróttastarf eldri einstaklinga hefst einnig en með nokkrum takmörkunum.

Um leið og við hjá Gróttu hlökkum mikið til þess að starfsemin hefjist að nýju og að íþróttamannvirkin fyllist af lífi aftur langar okkur að koma eftirfarandi atriðum á framfæri við ykkur foreldrar góðir.

Þrátt fyrir að íþróttaæfingar hefjist af fullum krafti er foreldrum óheimilt að horfa á íþróttæfingar barna sinna. Á þetta bæði við innan- og utandyra. Keppni í íþróttum barna á leik- og grunnskólaaldri er leyfileg án áhorfenda.

Vallarhúsið verður lokað. Íþróttahúsið verður hins vegar opið en foreldrar eru beðnir um að koma ekki inn í húsið nema í algjörum undantekningartilvikum.

Við biðjum ykkur að passa sérstaklega að ef ykkar barn/börn sína flensulík einkenni að senda þau ekki á íþróttaæfingar. Þjálfarar hafa verið beðnir um að fylgjast vel með iðkendum og ef flensulík einkenni gera vart við sig verður hringt í foreldri/forráðamann og þau beðin um að sækja barnið.

Iðkendur eiga að mæta tilbúin til æfinga ef nokkur kostur er. Eins og áður kom fram verður vallarhúsið lokað en iðkendur munu geta komist á klósett. Það er vilji okkar að búningsklefar í íþróttahúsi verði í sem minnstri notkun a.m.k. fyrst um sinn.

Þjálfarar þurfa ekki að halda tveimur metrum á milli sín og iðkenda en foreldrar, þjálfarar og aðrir starfsmenn eiga að halda tveimur metrum sín á milli.

Svo vil ég nota tækifærið og biðla til ykkar að leggja bílum ykkar ekki í hringtorginu við íþróttahúsið. Á meðan sundlaug og World Class er lokað þá ætti að vera nóg af stæðum á planinu fyrir alla.

Bestu kveðjur,

Kári Garðarsson, Framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Grótta

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar